26. nóvember 2025

Land Rover hvetur Íslendinga til að skrá sig í Defender Trophy keppni

Bílaframleiðandinn Land Rover hefur í samstarfi við alþjóðlegu náttúruverndarsamtökin Tusk hrint af stokkunum nýrri og krefjandi aksturskeppni þar sem borgurum 50 landa, Íslandi þar á meðal, er boðið að sækja um þátttöku.

Bílaframleiðandinn Land Rover hefur í samstarfi við alþjóðlegu náttúruverndarsamtökin Tusk hrint af stokkunum nýrri og krefjandi aksturskeppni þar sem borgurum 50 landa, Íslandi þar á meðal, er boðið að sækja um þátttöku í þeirri von að komast að sem fulltrúar síns lands í undankeppni erlendis næsta vor. Sigurvegarar í henni fara áfram í úrslitakeppni sem haldin verður í Afríku haustið 2026. Á vefsíðu Land Rover á Íslandi verður senn opnað fyrir innlendar umsóknir, en með því að skrá sig á póstlista á síðunni verða þátttakendur látnir vita þegar opnað verður fyrir skráningar í keppnina.

Helstu landkönnuðir heims hafa í 70 ár valið Land Rover Defender á ferðalögum sínum um ókunnar og torfarnar slóðir í flestum heimsálfum. Nú leitar Defender Trophy að nýrri kynslóð ævintýrafólks sem er tilbúið til að takast á við nýjar og krefjandi áskoranir sem styðja jafnframt við verðug markmið og verkefni Tusk. Nýja Defender Trophy keppnin er innblásin af arfleifð eldri Trophy og Challenge viðburða Defender, en ekki síður af hinum nýja og sérútbúna Defender Trophy sem væntanlegur er í sýningarsal Land Rover við Hestháls á næstu vikum.

Hvar liggja mörkin?

Keppnin hefst með staðbundnu umsóknarferli í hverju landi fyrir sig og mati Land Rover á mögulegri þátttöku einstaklinga í undankeppninni. Þeir umsækjendur sem valdir verða fara í krefjandi þjálfun erlendis og loks undankeppni vorið 2026. Sigurvegarar hennar fara svo áfram sem fulltrúar sinnar þjóðar í lokakeppnina í Afríku haustið 2026. Undankeppnin inniheldur ögrandi blöndu af líkamlegum, aksturs- og huglægum áskorunum. Aðeins þau sem eru tilbúin til að kanna sín líkamlegu, andlegu og tilfinningalegu mörk og hafa jafnframt ástríðu fyrir alþjóðlegri náttúruvernd ættu að sækja um á landrover.is.

Sæktu um

Á vefsíðu Land Rover á Íslandi er hlekkur til að skila rafrænni umsókn í keppnina (sjá nánar HÉR). Umsækjendur skulu vera búsettir á Íslandi, eldri en 23 ára, með gild ökuréttindi, geta synt 50 metra og vera með alþjóðlega ferðaheimild, auk þess að tala reiprennandi ensku. Að síðustu er óstöðvandi baráttuandi nauðsynlegur.

Verkefnið fram undan

Keppendur fá einstakt tækifæri til að sameinast í spennandi verkefni sem á að skilja eftir sig jákvæð og varanleg áhrif í verkefnum með Tusk. Afríkuleiðangurinn krefst að sjálfsögðu öflugs farartækis og til þess hefur verið valin sérútbúin gerð af nýjum Defender 110 Trophy Edition sem er sérstaklega útbúin til að takast á við erfiðustu áskoranir og hindranir (sjá myndir). Þegar þar að kemur verður hægt að fylgjast með keppninni á netinu.

Nýr Defender: Trophy Edition

Defender Trophy Edition fagnar ævintýrum, er innblásinn af goðsagnakenndum torfæruáskorunum og er fullhlaðinn aukahlutum og tilbúinn í hvers kyns akstursaðstæður. Defender Trophy Edition fæst sem Defender 110 P400 með 400 hestafla bensínvél og mild bybridtækni. Þessi sérútgáfa verður fáanleg í tveimur litum, annars vegar „deep sandglow yellow“ og hins vegar „keswick green“.

Nánari upplýsingar veitir Sigrún Buithy Jónsdóttir, markaðsstjóri BL og JLR á Íslandi, netfang: [email protected].