18. desember 2024

Rafmagnaðir fyrirtækjabílar

Hagkvæmari orka, hagkvæmari rekstur

Fyrirtæki geta sparað umtalsverðar fjárhæðir með því að velja rafbíla fyrir reksturinn, hvort sem það eru atvinnubílarnir sjálfir eða bílar sem starfsmenn og stjórnendur hafa afnot af.

Í fyrsta lagi getur kostnaður við rekstur rafbíls verið allt að 60-70% lægri en við sambærilegan bíl sem gengur fyrir jarðefnaeldsneyti þegar tekið er tillit til orkukostnaðar og viðhalds. Rafbílar nota ódýrari orku og síðan er kostnaður við þjónustu og viðhald á borð við olíuskipti hverfandi.

Í öðru lagi er hlunnindamat vegna rafbíla lægra en bensín- og díselbíla og því er skattalegt hagræði starfsfólks vegna afnota af fyrirtækjabíl mikið þegar rafbíll er valinn. Hlunnindamatið er 20% vegna rafbíla en 28% vegna bíla með brunahreyfil.

Í þriðja lagi lækka rafbílar kolefnisspor fyrirtækja og styðja þannig við umhverfisstefnu bæði fyrirtækisins og landsins. Einnig lækkar þá kolefnissporið í virðiskeðjunni sem er stórt mál fyrir viðskiptavini og birgja. Þetta hefur að sjálfsögðu jákvæð áhrif á ímynd fyrirtækisins.

Margt fleira mælir með því að velja rafknúna bíla sem atvinnubíla. Hafðu samband við ráðgjafa BL og fáðu nánari upplýsingar og aðstoð við að velja hagkvæmustu kostina fyrir bílaflotann. Við höfum magnað úrval af öllum stærðum og gerðum rafknúinna bíla, allt frá liprum snattbílum upp í sendiferðabíla og lúxusjeppa.