15. september 2025

Flaggskipið Ranger Rover SV klætt í svart í tilefni afmælisins

Land Rover á Íslandi fær innan fárra vikna í sýningarsalinn við Hestháls glæsilega nýja útgáfu af flaggskipi merkisins, sem ber heitið Range Rover SV Black. Þessi nýja gerð er nú hluti af SV línunni ásamt Range Rover Sport SV Black og er hægt að sérsníða útfærslur beggja gerða í samræmi við óskir og þarfir kröfuhörðustu viðskiptavina Range Rover.

550 hestafla Plug-in Hybrid

Rover SV Black er fáguð útfærsla í sinni tærustu mynd, með glæsilegum svörtum frágangi sem byggist á handverki þar sem hugað hefur verið að hverju smáatriði. Þessi nýi lúxusbíll, sem senn verður kynntur hjá Land Rover á Íslandi er með 550 hestafla Plug-in Hybrid aflrás og er búinn einstökum 23 tommu sérframleiddum álfelgum og nýjum eiginleikum í farþegarými sem ekki hafa komið fram áður í bílaiðnaðnum.

Byltingarkennd hljóð- og vellíðunartækni

Þannig er SV Black til að mynda búinn nýrri byltingarkenndri hljóð- og vellíðunartækni, sem Range Rover þróaði til að bæta bæði hljóðupplifun og vellíðan farþega SV-línunnar. Þáttur í því markamiði eru nýju „Body and Soul“ sætin (BASS) sem þróuð voru í samvinnu við Subpac og innihalda skynjara sem breyta hljóðbylgjum í titring og eru innbyggðir í sætisbök og höfuðpúða. Þeir titra einnig í takti við lágtíðnihljóð í tónlistinni til að farþegar skynji líka tónlistina á líkama sínum. Einnig skapa sætin ákveðna 4D hljóðupplifun á svipaðan hátt og bíógestir upplifa í kvikmyndasölum með hreyfanlegum sætum. BASS sætin bjóða líka upp á sex vellíðunarforrit sem miða að því að róa hugann, draga úr streitu og bæta hjartsláttarbreytileika (HRV), sem tengist betri heilsu og minni þreytu. Einnig má nefna alveg nýja tækni í Range Rover SV Black sem ekki hefur komið fram áður í bílum. Þar er um að ræða skynjaravætt gólf (Sensory Floor) þar sem skynjararnir titra í takti við tónlist eða eitt af sex innbyggðu vellíðunarforritunum til að hámarka gæði upplifunar farþeganna í bílnum.

55 ára afmælinu fagnað

Land Rover fagnaði í sumar 55 ára afmæli Range Rover með viðhafnarsýningu á hinni vinsælu bílasýningu, Festival of Speed við Goodwood höll í Bretlandi, sem þúsundir bílaáhugafólks frá mörgum löndum sækja árlega. Á sýningunni veitti framleiðandinn gestum í fyrsta sinn innsýn í þessa nýju eiginleika sem nú bjóðast viðskiptavinum SV línunnar, þar með talið hér á landi.