Tucson í 20 ár!
Hyundai Tucson fagnaði 20 ára afmæli á síðasta ári og um leið tveimur áratugum af árangri. Síðan 2004, hefur Tucson haslað sér völl sem einn af vinsælasta jepplingnum á markaði, með yfir 2 milljónir bíla selda á heimsvísu. Þessi tímamót eru vitnisburður um hollustu og nýsköpun Hyundai þegar kemur að hönnun og þróun ökutækja.
Þegar fyrsta kynslóðin leit dagsins ljós, öðlaðist Tuscon fljótlega gott orðspor fyrir stíl, þægindi og áreiðanleika. Harðgert útlit, innblásið af utan vega akstri var hressandi breyting frá fyrri áherslum sem tíðkuðust í útliti jepplinga. Ásamt því að rúmgott innra rými og tæknilegir eiginleikar slógu í gegn hjá ævintýraþyrstum ökumönnum og fjölskyldum. Nýstárleg hönnun og tækni Tucson hjálpuðu honum að standa út á markaði og fljótlega varð hann einn af mest seldu bílum Hyundai.
Í gegnum árin hefur Tucson haldið áfram að þróast og verða enn betri – með hverri kynslóð sem inniheldur ávallt nýjustu hönnunar- og tæknistrauma. Fjórða kynslóð Tucson, sem kom á markað á árinu 2020, býr yfir framsækni og framúrstefnulegri hönnun ásamt fjölda af háþróuðum eiginleikum. Í boði er fjölbreytt úrval aflrása, þar má nefna bensín- og díselvélar, með og án mild hybrid, hybrid og plugin-hybrid eiginleikum, auk þess sem hann býr yfir fjölda af öryggis- og akstursaðstoðar eiginleikum.
Skuldbinding Hyundai til nýsköpunar og ánægju viðskiptavina hefur hjálpað Tucson að blómstra. Á síðustu tveimur áratugum, hefur Tucson, skrifað sögu sína af frammistöðu, áreiðanleika og einblínt á ánægju viðskiptavina og þannig haslað sér völl sem einn af burðarstólpum Hyundai á markaði.
2004
Innblásinn af Tucson í Arizona, fyrsta kynslóð Tucson var frumsýnd árið 2004 sem jepplingur fyrir ævintýraþyrsta ökumenn. Búinn öryggis eiginleikum, harðgerðu útliti og góðri frammistöðu utan vega bauð viðskiptavinum upp á praktískan og stílhreinan á hagstæðu verði.
2009
Önnur kynslóð Tucson var afhjúpuð á Frankfurt Motor Show og fékk nafnið ix35 á völdum mörkuðum. Skarpari hönnun, bætt frammistaða, sparneytni og öryggi bættist við eiginleika Tucson.
2015
Yfir hálfum áratugi seinna kom þriðja kynslóð Tucson á markað með lykil uppfærslum. Háþróað upplýsinga- og afþreyingakerfi, akstursaðstoð, stærri mál, álfelgur og jöfn hlutföll sem enn eru vel séð í dag komu til móts við sívaxandi þarfir jeppa áhugafólks.
2018
Hyundai kynnti endurnýjun í miðri lotu fyrir þriðju kynslóð Tucson, uppfærði ytri hönnun og bætti við nýjum öryggis og upplýsing- og afþreyingareiginleikum. Þessi kynslóð, var sú fyrsta til að bjóða upp á sportlega N Line útgáfu, sem bjó yfir bættum gæðum og öryggi. Þetta leiddi til meiri ánægju viðskiptavina og hjálpaði við að fanga athygli jeppa áhugafólks í Evrópu.
2020
Fjórða kynslóð Tucson var skilgreind sem framsæknasti Tucson frá upphafi og kynnt var algjörlega endurhannað ytra og innra byrði. Í fyrsta skipti sem boðið var upp á tvinn og tengiltvinn aflrásir.
2022
Tucson varð mest seldi bíllinn í flokki lítilla jepplinga í Evrópu. Mikil breyting var gerð á bílnum með nýstárlegri hönnun, topp öryggiseiginleikum og besta fjölskyldu öryggispakka í sínum flokki. Fyrir vikið varð Tucson einn vinsælasti bíll Hyundai í Evrópu.
2024
Tucson fagnar 20 ára afmæli og um leið arfleifð sinni í að brjóta blað í sögunni þegar kemur að framúrskarandi hönnun og tækni, sem mun halda áfram að heilla viðskiptavini um allan heim.
Endurhannaðir fram- og afturstuðarar
Uppfærðir stuðarar bæði að frama og aftan, með nýjum undirhlífum fyrr sléttara útlit.
Endurbætt „Angel Wing“ hönnun
Ný hönnun á dagljósum með stærri einingum.
Innra rými
Hefur fengið yfirgipsmikla yfirhalningu, þar á meðal uppfærslur á mælaborði, stýri, armpúðum og hurðarklæðningum. Nýtt efni og mynstur eru í sætum.
Háþróuð tækni
Tvískiptur 12,3 tommu skjár fyrir upplýsinga- og afþreyingakerfin með skilvirku notendaviðmóti. 12 tommu vörpun Head-Up Display veitir betri akstursupplifun.
Nýstárlegir tengimöguleikar
Hyundai Digital Key 2 með Ultra-Wide Band tækni veitir lyklalausan aðgang og gerir kleift að ræsa bílinn úr fjarlægð ásamt Over-the-Air uppfærslum.
Betra ljósakerfi
Snjalla framljósakerfið er með LED-tækni sem stillir sig sjálfkrafa að akstursaðstæðum til að tryggja góða yfirsýn og dregur úr glampa fyrir aðra ökumenn sem þú mætir á ferðinni.