X

SÆKJA UM VINNU

BL leitast eftir að ráða fólk sem hefur metnað til þess að veita framúrskarandi og faglega þjónustu í samvinnu við samheldinn og sterkan starfsmannahóp.

Hjá BL er öflugt námskeiða- og fræðslustarf, virkt starfsmannafélag og einstök fyrirtækjamenning sem við erum afar stolt af.

Hafir þú áhuga á að vinna með okkur hvetjum við þig til að skrá þig og senda okkur umsókn – við munum svara eins fljótt og auðið er.

Anna Lára Guðfinnsdóttir

Starfsmannastjóri
5258081

Jafnlaunavottun

Jafnréttisstofa hefur veitt BL ehf. heimild til að nota jafnlaunamerkið. Í því felst að staðfest er að BL ehf. hafi fengið vottun á jafnlaunakerfi sínu samkvæmt jafnlaunastaðli ÍST 85:2012 og uppfylli öll skilyrði staðalsins.

Þar með er það staðfest að launaákvarðanir séu kerfisbundnar, að fyrir hendi sé jafnlaunakerfi samkvæmt kröfum jafnlaunastaðals og að reglubundið er fylgst með því  að starfsfólk sem vinnur sömu eða jafnverðmæt störf hafi sambærileg laun óháð kynferði.

Störf í boði

Almenn umsókn

Starfsfólk BL leitast eftir að ráða til sín samstarfsfólk sem hefur gaman af að veita góða þjónustu, löngun til að skara framúr, hefur nægjanlegt sjálfstæði til að grípa inn í og stýra málum í réttan farveg, hefur gaman af samvinnu og mannlegum samskiptum og síðast en ekki síst er létt í lund.

Starfsfólk okkar lofar væntanlegu samstarfsfólki sínu skemmtilegu og hvetjandi vinnuumhverfi ásamt vinnuaðstöðu sem tekur öðru fram.

Ef þetta er eitthvað sem heillar þig hvetjum við þig til að leggja inn starfsumsókn með því að senda inn umsókn hér!

Hér getur þú lagt inn almenna umsókn um starf hjá BL. Öllum umsóknum er svarað og farið er með allar umsóknir sem trúnaðarmál.

Almennar umsóknir eru virkar í þrjá mánuði.

SKRÁ INN OG SÆKJA UM STARF
Ráðningarvefur BL