Samstarf BL og Kolviðar
Samstarf BL og Kolviðar
Samkomulagið kveður á um
bindingu fjórtán hundruð tonna
af kolefnum (CO2), sem
svarar til áætlaðrar
meðaltalslosunar allra nýrra
bíla sem BL gerir ráð fyrir að
fyrirtækið selji einstaklingum á
árinu 2020
Miðað er við meðaltalskolefnislosun nýrra bíla sem BL hefur umboð fyrir og 15.000 km. meðaltalsakstur yfir tólf mánaða tímabil. (uppgefnar tölur frá Samgöngustofu um meðal aksturs á ári fyrir fólksbíla eru um 13.000km).
BL hefur náð góðum árangri í lækkun kolefnisútblásturs
BL hefur náð góðum árangri í lækkun kolefnisútblásturs
Árið 2009 var sett löggjöf í löndum
ESB sem hafði það markmið að
draga úr kolefnislosun nýrra bíla.
Fyrsta markmiðið sem sett var var að
kolefnislosun nýrra bíla árið
2015 yrði að meðaltali 130 gr af CO2
á km. Síðan hefur annað markmið
verið sett í sama skyni og innleitt
verður á árinu 2020 með gildistöku
2021 og felur í sér að
meðalkolefnislosun nýrra bíla verði
ekki meiri en 95 gr á km.
Með auknu hlutfalli raf- og tengitvinnbíla í sölu til einstaklinga hefur BL náð að uppfylla þessi markmið um heildarlosun flotans og gott betur. Niðurstaða BL fyrir árið 2019 er sú að heildar CO2 útblástur nýrra bíla til einsaklinga er að meðaltali 90 gr af CO2 á km eða 12 gr undir markmiðum ESB eins og sjá má á línuritinu hér til hliðar.
Aukin sala BL á raf- og tengitvinnbílum skiptir sköpum
Aukin sala BL á raf- og tengitvinnbílum skiptir sköpum
Aukið hlutfall í sölu raf- og
tengitvinnbíla til einstaklinga af
heildarsölu BL hefur skipt sköpum
í lækkun kolefnisútblásturs.
Munar þar mestu um sölu 100%
rafdrifinna bíla sem voru um 30%
af sölunni 2019. Sala BL á raf- og
tengitvinnbílum til einstaklinga
nam á árinu 2019 um 38% af
heildarsölunni. Áætlanir gera ráð
fyrir að hlutfallið fari yfir 50% á
árinu 2020.
Ráð til að draga úr kolefnisútblæstri
Ráð til að draga úr kolefnisútblæstri
Þú getur dregið úr losun kolefna á hverjum degi með því að huga að aksturslagi þínu. Rannsóknir sýna að hægt er að draga úr kolefnislosun bíla um allt að 30% með því einu að breyta akstursvenjum sínum. Með því að fylgja neðangreindum ráðum gætir þú minnkað kolefnissporið um allt að einu tonni á ári
- Að sjá fyrir
Best er að taka rólega af stað og koma bílnum í háan gír sem fyrst. Jafn og mjúkur akstur með góðu flæði lágmarkar útblástur.
- LOFTÞRÝSTINGUR
Of lítill loftþrýstingur eykur viðnám og getur aukið eldsneytiseyðsluna.
- Viðhald
Vanstillt vél getur notað allt að 50% meira eldsneyti og mengað í samræmi við það.