Fyrirtækjalausnir BL
aðstoðað þig?
Hagkvæmni, þægindi og topp þjónusta
Fyrirtækjalausnir BL
Sérfræðingar í atvinnubílum
Við búum yfir langri reynslu og víðtækri þekkingu á þjónustu við stóra og smáa bílaflota fyrirtækja. BL er stærsta bílaumboð landsins með öflugt þjónustuteymi, varahlutaverslun og verkstæði sem mætir þörfum fyrirækja með sértækri þjónustu og lengri opnunartíma.
Allt á einum staðHjá atvinnubíladeild BL færðu allt frá litlum þjónustu og sölumannsbílum til stærri atvinnubíla frá Renault og Iveco Bus og BL býður auk þess eitt mest úrval landsins af fólksbílum í öllum stærðum og gerðum. Við eigum því við auðvelt með að finna hagkvæmustu lausnina fyrir þig og þitt fyrirtæki.
Allur flotinn á einum stað
- Sendibílar
- Pallbílar
- Fólksflutningsbílar
Góður bíll er besti vinnufélaginn. Hjá okkur bíða þín viljugir gæðingar af öllum stærðum og gerðum, klárir í flutningana, snattið eða þjónustuferðirnar og vilja ólmir bera fyrir þig verkfærin og varahlutina hvert sem verkefnin kalla ykkur. Komdu og veldu þér rétta bílinn til að létta þér störfin.
- Traustir vinnufélagar
- Liprir, hagkvæmir og rúmgóðir
- Hafa sannað sig við íslenskar aðstæður
Fjármögnun eftir þínum þörfum
BL er í samstarfi við öll fjármögnunarfyrirtæki landsins sem bjóða bílafjármögnun. Ráðgjafar okkar hjálpa þér að finna hentugustu leiðina til þess að fjármagna kaupin. Ef um endurnýjun bíla er að ræða þá er hægt að setja notaða bíla uppí kaupin.
Viltu leigja?Ef það hentar þínu fyrirtæki frekar að leigja bíla þá höfum við lausn sem gæti hentað þér þar sem BL býður öllum sínum viðskiptavinum að leigja bíla í gegnum FLEX. Innifalið í leigunni er allur rekstrarkostnaður fyrir utan orkugjafa bílsins og mánaðargjaldið helst fast út leigutímann. Hægt er að stilla af leigutíma eftir þínum þörfum þó almennt sé miðað við 12-36 mánuði. FLEX býður fyrirtækjum upp á þjónustuvakt ef þess er óskað en það getur hentað fyrirtækjum með stærri flota þar sem flókið getur verið að halda utan um akstur og ástand margra bíla í einu.
Hafðu samband við fyrirtækjaráðgjafa BL til að fá frekari upplýsingar um fjármögnun sem hentar þínum þörfum.
Frábær þjónusta
Þjónusta við rekstur atvinnubíla er okkar styrkur. Þegar kemur að þjónustuskoðun eða viðhaldi er mikilvægt að verkin stoppi ekki á meðan. Við leggjum okkur fram um að flýta öllu ferli við þjónustuna þannig að hlutirnir geti gengið sinn vanagang hjá þér eins og frekast er kostur.
Aðstoð við flotastjórnFyrirtækjum með fjóra bíla eða fleiri stendur til boða sérstakur tengiliður sem heldur utan um öll mál varðandi stjórnun bílaflotans.
Sérhæfð verkstæðismóttakaÞægilegt móttökuumhverfi, WiFi, tengi til að hlaða síma, aðstaða til að vinna í tölvu við skrifborð, boðið er upp á kaffi og okkar fræga te ásamt nýsteiktum ömmukleinum.
Þegar þér hentar
Verkstæðismóttakan okkar er opin til kl.18:00 annars staðar
Utan hefðbundins opnunartíma er hægt að koma með eða sækja bílinn í lyklaboxið okkar sem er opið allan sólarhringinn, alla daga ársins.
Við vitum að tími þinn er dýrmætur þannig að við viljum leggja okkar að mörkum að hann nýtist þér sem best!
Skutl þjónusta
Komdu með bílinn í þjónustu og við skutlum þér heim eða í vinnuna á höfuðborgarsvæðinu. Við sækjum þig svo heim eða í vinnu til að ná í bílinn eftir þjónustu. Skutluþjónustan er í boði milli 08.00 og 17.00.
BílaleigaMeðan unnið er við viðgerð eða þjónustu stendur til boða að leigja bíl.
LánsbíllTaki ábyrgðarviðgerð meira en sólarhring þá afhendum við lánsbíl meðan á henni stendur.
Neyðar þjónusta
Ef bilun verður í bíl sem er í ábyrgð og kalla þarf eftir neyðarþjónustu er neyðarþjónustan bíleiganda að kostnaðarlausu að uppfylltum skilyrðum ábyrgðarinnar.
Hvað getum við
gert fyrir þig?
gert fyrir þig?
aðstoðað þig?