Þegarþér hentar

BL býður viðskiptavinum, sem koma tímanlega með bílinn í pantaða þjónustuskoðun á Sævarhöfða, Kauptún eða Hestháls að skila bíllyklinum í móttökulúgu sem staðsett er í anddyri móttökunnar á viðkomandi þjónustuverkstæði.
BL við Sævarhöfða býður viðskiptavinum sem það kjósa upp á 24 klukkustunda snertilausa afgreiðslu á bílum sem sóttir eru að lokinni þjónustu. Áður en bíllinn er sóttur hefur starfsmaður BL samband við viðskiptavininn til að fara yfir með honum hvað gert var við bílinn ásamt því að velja hentuga leið til að greiða reikninginn. Að þessu loknu er bíllykillinn settur í aðgangsstýrt lyklabox í anddyri móttökunnar við Sævarhöfða, þar sem viðskiptavinurinn nálgast lykilinn eftir að hafa fengið sent SMS með strikamerki frá BL sem hann notar til að opna hólfið með rétta bíllyklinum. Með þessu geta viðskiptavinir sótt bílinn sinn þegar þeim hentar best.

Skutlþjónusta

Þegar þú kemur með bílinn þinn í skoðun eða til viðgerðar hjá okkur bjóðum við þér upp á ,,skutluþjónustu" - það er að segja að við keyrum þig heim eða til vinnu og sækja síðan aftur þegar bíllinn þinn er tilbúinn. Akstursþjónasta er í boði alla virka daga milli 8:15 og 16:00

Einnig stendur þér til boða bílaleigubíll á mjög hagstæðum kjörum meðan við þjónustum bílinn þinn. Fyrir þá sem eru mikið á ferðinni er þetta frábært kostur - kynntu þér verð og úrval bílaleigubíla þegar þú pantar tíma hjá okkur.