Jafnréttis- og
jafnlaunastefna

JAFNRÉTTISSTEFNA

Jafnréttisstefna BL ehf., miðar að því að gera BL að góðum og eftirsóknarverðum vinnustað.
Tilgangur jafnréttisstefnunnar er að tryggja jafnrétti milli kvenna og karla og fólks með hlutlausa skráningu kyns í þjóðskrá á vinnustaðnum með það að markmið að nýta hæfni, krafta og kunnáttu starfsmanna til fulls án þess að kynbundin mismunun eigi sér stað.

Ráðningar og endurmenntun

Atvinnuauglýsingar BL eru ókynbundnar. Jafnréttissjónarmið skulu metin til jafns við önnur mikilvæg sjónarmið við ráðningar í starf hverju sinni.

Öll kyn skulu njóta sömu möguleika til endurmenntunar og hafa þannig tækifæri til þess að auka hæfni í starfi eða til undirbúnings fyrir önnur störf.

Samræming starfs og einkalífs

BL býður starfsfólki sveigjanleika á vinnutíma að ákveðnu marki svo samræma megi sem best einkalíf, fjölskylduábyrgð og starf. Foreldrar eru hvattir til að skipta með sér heimaveru vegna veikinda barna á jafnréttisgrundvelli.

Áreitni

Áreitni, eins og kynferðisleg áreitni, kyndbundið ofbeldi eða einelti er ekki liðin hjá BL. Gripið skal undantekningarlaust til viðeigandi aðgerða ef slíkt gerist. Allt starfsfólk ber sameiginlega ábyrgð á að áreitni eigi sér ekki stað.

JAFNLAUNASTEFNA

Jafnlaunastefna BL ehf., miðar að því að gæta fyllsta jafnréttis skv. lögum um jafna stöðu og jafnan rétt kynjanna, lög nr. 150/2020 og nr. 151/2020, og að hver starfsmaður sé metinn að verðleikum, óháð kynferði, kynþætti, aldri, þjóðerni eða trú. Starfsmönnum skulu greidd jöfn laun og skulu njóta sömu kjara fyrir sambærileg og jafnverðmæt störf, óháð kyni.