Persónuverndar stefna fyrir
starfsfólk og umsækjendur

PERSÓNUVERNDAR STEFNA FYRIR STARFSFÓLK BL EHF

BL leggur áherslu á að hafa alltaf á að skipa hæfum starfsmönnum sem vinna saman sem ein heild við að ná settum markmiðum.

Mannauðurinn samanstendur af starfsfólki BL sem vinnur að því sameiginlega markmið að veita framúrskarandi þjónustu, sýna frumkvæði í starfi og fagleg vinnubrögð sem standast alla gæðastaðla þeirra merkja sem BL selur. BL keppist að því að veita gott starfsumhverfi þar sem gagnkvæm virðing og starfsánægja er í fyrirrúmi og að vinnustaðurinn sé eftirsóknarverður starfsvettvangur þar sem starfsfólki líður vel og gegnir starfi sínu af stolti, ánægju og trúmennsku. BL leggur áherslu á að hafa alltaf á að skipa hæfum starfsmönnum sem eru áhugasamir og vinni saman sem ein heild við að ná settum markmiðum.

BL leggur áherslu á:

  • Að laða að og halda í hæft starfsfólk
  • Ríka þjónustulund og áreiðanleika
  • Góða framkomu og virðingu fyrir samstarfsmönnum og viðskiptavinum BL
  • Starfsumhverfi sem einkennist af fagmennsku, heiðarleika og virðingu
  • Starfsánægju
  • Hvetja starfsmenn til góðra verka, frumkvæðis og sjálfstæðra vinnubragða
  • Samvinnu, starfsgleði og góðan starfsanda
  • Faglega stjórnun
  • Að starfsfólk þekki stefnu og gildi fyrirtækisins
  • Að hlúa vel að þjálfun, fræðslu og starfsfærni
  • Að einelti og kynferðisleg áreitni sé ekki liðin
  • Að skapa jöfn tækifæri til stöðuveitinga og launa og að einstaklingum sé ekki mismunað á grundvelli kynferðis, aldurs, trúar, þjóðernis, kynþáttar, fötlunar, kynhneigðar, stjórnmálaskoðanar eða annarra ómálefnalegra þátta