X

Afhendingar hafnar á Heimsbílnum 2019, rafbílnum Jaguar I-Pace
Afhendingar hafnar á Heimsbílnum 2019, rafbílnum Jaguar I-Pace
Afhendingar hafnar á Heimsbílnum 2019, rafbílnum Jaguar I-Pace
Afhendingar hafnar á Heimsbílnum 2019, rafbílnum Jaguar I-Pace
Afhendingar hafnar á Heimsbílnum 2019, rafbílnum Jaguar I-Pace
Afhendingar hafnar á Heimsbílnum 2019, rafbílnum Jaguar I-Pace
Afhendingar hafnar á Heimsbílnum 2019, rafbílnum Jaguar I-Pace
Afhendingar hafnar á Heimsbílnum 2019, rafbílnum Jaguar I-Pace
Afhendingar hafnar á Heimsbílnum 2019, rafbílnum Jaguar I-Pace

Afhendingar hafnar á Heimsbílnum 2019, rafbílnum Jaguar I-Pace

14

.

May
2019
/
JAGUAR

Afhendingar á hinum margverðlaunaða rafbíl, Jaguar I-Pace, eru hafnar hjá Jaguar Land Rover við Hestháls og voru fyrstu bílarnir afhentir í gær, mánudag. Gríðarleg eftirspurn er eftir bílnum á helstu lykilmörkuðum Jaguar í Evrópu, þar sem 75% sölunnar eiga sér stað. I-Pace hlaut nýlega þrenn alþjóðaverðlaun þegar hann var kjörinn „Heimsbíll ársins 2019“ á bílasýningunni í New York auk þess sem hann fékk „Hönnunarverðlaun ársins 2019“ og „Umhverfisverðlaun ársins 2019“. Alls hefur I-Pace hlotið yfir 70 verðlaun á þeim fáu misserum sem hann hefur verið í sviðsljósinu.

Einnig Bíll ársins í Evrópu

Jaguar I-Pace er ekki aðeins „Heimsbíllinn 2019“ heldur er hann einnig „Bíll ársins í Evrópu 2019“ og „Bíll ársins 2019“ í bílalandinu mikla, Þýskalandi. I-Pace hefur verið afar vel tekið á mörkuðum heimsins, ekki síst í Evrópu þar sem innviðauppbygging hleðslustöðva er orðin hvað þróuðust. Um er að ræða einn tæknilega fullkomnasta rafbílinn á markaðnum sem ljóst var að hefði brotið blað í bílgreininni þegar frumeintak hans var kynnt í Los Angeles 2016. Hafa hönnuðir og verkfræðingar Jaguar sagt að brjóta hefði þurft flest hefðbundin lögmál kennslubókanna til að uppfylla kröfur Jaguar um eiginleika bílsins.

Fjórhjóladrif og loftpúðafjöðrun

I-Pace er fjórhjóladrifinn fimm manna fjögurra dyra sportjeppi með tvo rafmótora, einn við hvorn ás. I-Pace er fáanlegur með loftpúðafjöðrun sem hægt er að hækka og lækka ef þörf krefur. Rafhlaðan er 90kW og unnt er að hlaða hana frá 0-80% á innan við 45 mínútum með DC 100kW hleðslustöð. Bíllinn er um 400 hestöfl og kemst I-Pace á innan við 4,8 sekúndum úr kyrrstöðu í 100 km/klst. Í ágúst í fyrra sló I-Pace t.d. fimm mánaða gamalt hraðamet Tesla Model 3 á Laguna Seca Racetrack brautinni í Kaliforníu. Þar fór I-Pace hringinn á tímanum 1:48.18 sem er sá besti hingað til í flokki fjöldaframleiddra fjögurra dyra fimm manna rafbíla.

Allt að 470 km drægi

Rafmótorarnir I-Pace skila um 90% orku rafhlöðunnar beint til hjólanna, en til viðmiðunar skila sér einungis milli 30% og 40% orku bensín- og dísilbíla til hjóla. Afgangurinn eyðist í viðnámi hinna fjölmörgu vélarhluta sem rafbílar eru að mestu lausir við. Drægni I-Pace er um 470 km samkvæmt nýjum evrópskum samhæfðum mælingum WLTP.

Afhendingar hafnar á Hesthálsinum

Það hefur ríkt töluverð eftirvænting eftir Jaguar I-Pace og er biðin nú á enda. Ísland hefur skipað sér sess sem einn af miklvægustu rafbílamörkuðum Evrópu vegna eftirspurnar hér heima og því hefur Jaguar á Íslandi tekist að tryggja sér viðunandi fjölda bíla til afgreiðslu á yfirstandandi ári ásamt reynsluakstursbílum sem eru til taks hjá Jaguar við Hestháls. Hægt er að kynna sér Jaguar I-Pace nánar á vefnum www.jaguarisland.is.

Afhendingar eru hafnar á fyrstu I-Pace rafbílum Jaguar hjá umboðinu við Hestháls.
I-Pace var nýlega kjörinn Heimsbíll ársins 2019, Evrópubíll ársins, Best hannaði bíll ársins og Grænasti bíll ársins.
Jaguar I-Pace er fáanlegur til afgreiðslu strax hjá umboðinu við Hestháls.

Sjá fleiri fréttir