X

Aflrás tengitvinnbílsins BMW i8 kosin sú besta í fjórða sinn
Aflrás tengitvinnbílsins BMW i8 kosin sú besta í fjórða sinn
Aflrás tengitvinnbílsins BMW i8 kosin sú besta í fjórða sinn
Aflrás tengitvinnbílsins BMW i8 kosin sú besta í fjórða sinn
Aflrás tengitvinnbílsins BMW i8 kosin sú besta í fjórða sinn
Aflrás tengitvinnbílsins BMW i8 kosin sú besta í fjórða sinn
Aflrás tengitvinnbílsins BMW i8 kosin sú besta í fjórða sinn
Aflrás tengitvinnbílsins BMW i8 kosin sú besta í fjórða sinn
Aflrás tengitvinnbílsins BMW i8 kosin sú besta í fjórða sinn

Aflrás tengitvinnbílsins BMW i8 kosin sú besta í fjórða sinn

27

.

June
2018
/
BMW

Aflrás BMW i8 Plug-in Hybrid, sem kom á markað 2014, var á dögunum kosin sú besta á árinu í sínum flokki þegar hún hlaut verðlaunin „International Engine of the Year Award“ fjórða árið í röð þar sem 1,4-1,8 lítra vélar keppa. Aflrásin hefur unnið sinn flokk í þessari alþjóðakeppni á hverju ári frá því að hún kom fram og 2014 var hún bæði kosin „Besta nýja vélin“ og „Vél ársins“.

Lítil orkunotkun

Plug-in Hybrid aflrásin í i8 er í bæði í Coupe og Roadster-gerðunum. Í i8 Roadster er bensínvélin tveggja lítra sem eyðir að meðaltali um tveimur lítrum á hverja 100 km. Rafmótorinn eyðir 14,5 kWh á sömu vegalengd og er samanlög kolefnislosun bílsins um 46 g/km. Bensínvél i8 Coupe er 1,8 lítra sem eyðir að meðaltali um 1,8 ítrum á hverja 100 km og rafmótorinn um 14 kWh á sömu vegalengd. Samanlög kolefnislosun i8 Coupe er um 42 g/km.

Uppfærður i8

Nýjasta gerð i8 er búin þriggja lítra 231 hestafla og 170 kW bensínvél á móti 143 hestafla og 105 kW rafmótor þar sem bensínvélin knýr afturhjól og rafmótorinn framhjólin. rafhlöðu bílsins er hægt að hlaða í venjulegri innstungu og er hægt að aka bílnum í kringum 50 km eingöngu á rafmagninu. BMW i8 tengitvinnbíllinn er aðeins um 4,4 sekúndur úr kyrrstöðu í 100 km/klst.

Söluhæstir í sínum flokki

BMW i8 er öflugur tveggja dyra sportbíll og söluhæsti tengitvinnsportbíllinn á alþjóðavísu frá 2014 þegar hann kom fyrst á markað. Á hinum tækniendanum er hreini rafbíllinn BMW i3 sem einnig hefur verið söluhæsti lúxusrafbíllinn í sínum flokki frá því hann kom fram. BMW hefur á síðustu misserum innleitt raftæknilausnir sínar sem i3 og i8 byggja á yfir á aðrar vinsælustu gerðir BMW, svo sem í BMW 1, 2 og 3, X5 auk 7 línunnar.

 

Sjá fleiri fréttir