X

Bíll ársins í nítján löndum fagnar 10 ára afmæli
Bíll ársins í nítján löndum fagnar 10 ára afmæli
Bíll ársins í nítján löndum fagnar 10 ára afmæli
Bíll ársins í nítján löndum fagnar 10 ára afmæli
Bíll ársins í nítján löndum fagnar 10 ára afmæli
Bíll ársins í nítján löndum fagnar 10 ára afmæli
Bíll ársins í nítján löndum fagnar 10 ára afmæli
Bíll ársins í nítján löndum fagnar 10 ára afmæli
Bíll ársins í nítján löndum fagnar 10 ára afmæli

Bíll ársins í nítján löndum fagnar 10 ára afmæli

2

.

February
2017
/
NISSAN

Bílaframleiðandinn Nissan fagnar því um þessar mundir að tíu ár eru liðin frá því að fjórhjóladrifni sportjeppinn Nissan Qashqai kom á markað í Evrópu. Fljótlega eftir frumsýningina í febrúar árið 2007 varð ljóst að hann myndi brjóta blað í evrópskri bílaframleiðslu og raunar víðar vegna þeirra fádæma jákvæðu viðbragða sem jeppinn hlaut meðal almennings strax í upphafi. Í kjölfarið fylgdu aðrir helstu bílaframleiðendur heims með þróun sportjeppa í líkingu við Qashqai sem einkenna mjög evrópska bílamarkaðinn um þessar mundir. Á þeim 10 árum sem liðin eru frá því að Qashqai kom fram hefur Nissan selt yfir 3,3 milljónir slíkra bíla í 137 löndum, þar af 2,3 milljónir í Evrópu. Af þessu tilefni fagnar Nissan áfanganum með sérstakri afmælisútgáfu í Evrópu sem BL kynnir nk. laugardag milli kl. 12 og 16.

Áður en Nissan Qashqai kom á markað var enginn sportjeppi af þessari stærð í boði á markaðnum sem bauð sambærileg afköst og jafn fjölbreytta og hagkvæma nýtingarmöguleika og Qashqai. Þróunarvinna við hönnun bílsins hófst árið 2002 þegar Nissan byrjaði að huga að nýjum Almera sem er hefðbundinn fólksbíll í millistærðarflokki. Á sama tíma hafði orðið vart aukinnar eftirspurnar meðal bílkaupenda eftir fjórhjóladrifnum og tiltölulega rúmgóðum fólksbílum sem væru samt minni, hagkvæmari í rekstri og á hagstæðara verði en hefðbundnir jeppar. Þessi eftirspurn neytenda varð kveikjan að Qashqai þar sem slagorðið „nýsköpun og almenn gleði“ varð útgangspunktur hönnuða Nissan í Evrópu.

Qashqai var strax í upphafi tekið afar vel á mörkuðunum í Evrópu og seldust um 100 þúsund bílar strax á fyrsta árinu í kjölfar frumsýningarinnar í febrúarmánuði það ár. Rúmlega 2,3 milljónir eru á götum Evrópu sem gerir Qashqai að lang vinsælasta evrópska sportjeppanum fyrr og síðar. Qashqai hefur unnið til meira en 80 verðlauna, þar af hefur hann verið kosinn „Bíll ársins“ í nítján löndum.

Qashqai hefur verið í stöðugri þróun frá því að hann kom fram á sjónarsviðið. Sem dæmi má nefna 360 gráðu myndavélahaminn sem Nissan innleiddi árið 2010 og sýnir ökumanni bílinn í umhverfi sínu líkt og tekið sé úr dróna. Hamurinn auðveldar ökumanni að leggja bílnum í stæði auk þess sem hann eykur öryggi gangandi vegfarenda vegna betri yfirsýnar ökumannsins. Önnur kynslóð Qashqai kom fram á sjónarsviðið árið 2014 en með frekari tækninýjungum auk þess sem þá varð einnig mögulegt að fá hann með sjö sætum. Óumdeilt er að Qashqai hefur breytt evrópskum bílamarkaði þar sem nú keppa yfir tuttugu sambærilegir sportjeppar anarra framleiðenda um hylli bílkaupenda þótt Qashqai vermi enn 1. sætið.

KYNNIÐ YKKUR 10 ÁRA AFMÆLISTILBOÐ Á VÖLDUM GERÐUM AF NISSAN QASHQAI

Verð: 3.590.000 kr.

NISSAN QASHQAI ACENTA

Framhjóladrifinn, 1,5 dísil, beinskiptur

Eldsneytisnotkun 3,8 L/100 km*.

Allt frá því að Nissan Qashqai var fyrst kynntur í febrúar 2007 hefur sigurganga hans verið óslitin. Nissan Qashqai var brautryðjandi í flokki sportjeppa hefur allar götur síðan verið vinsælasti bíllinn í flokknum. Heildarsala Qashqai er orðin meira en 3,3 milljónir bíla og ekkert lát á vinsældunum.

Í tilefni af tímamótunum bjóðum við valdar gerir af Nissan Qashqai á sérstöku afmælistilboði - hafið samband við sölumenn Nissan og tryggið ykkur nýjan Qashqai.

 

Sjá fleiri fréttir