X

BL styrkir sig á meginmörkuðunum
BL styrkir sig á meginmörkuðunum
BL styrkir sig á meginmörkuðunum
BL styrkir sig á meginmörkuðunum
BL styrkir sig á meginmörkuðunum
BL styrkir sig á meginmörkuðunum
BL styrkir sig á meginmörkuðunum
BL styrkir sig á meginmörkuðunum
BL styrkir sig á meginmörkuðunum

BL styrkir sig á meginmörkuðunum

3

.

April
2019
/
BL

Í mars nam samdráttur í sölu nýrra bíla 39,3%. Sé litið til fyrstu þriggja mánaðanna nemur hann 40% og kemur samdrátturinn fram á öllum meginmörkuðunum þremur, sem eru einstaklingar, fyrirtæki og bílaleigur. Aðhald bílakaupenda hefur þó birst með mildari hætti hjá BL en á markaðnum í heild, eða sem nemur fjórum prósentustigum (36%) og hefur fyrirtækið verið að styrkja sig á helstu mörkuðum. Þannig er hlutdeild BL í sölu fólks- og sendibíla til einstaklinga nú 26,1% það sem af er ári, 3,9 prósentustigi meiri en í fyrra. Á fyrirtækjamarkaði er hlutdeildin 29,5% og 33,6% á bílaleigumarkaði, þar sem Dacia Duster og Dokker, Nissan X-Trail og Qashqai eru á meðal vinsælustu bílanna til ferðamanna.

BL með nær þriðjungshlutdeild

Í nýliðnum marsmánuði voru nýskráningar fólks- og sendibíla 1.230, þar af 346 af merkjum frá BL ehf. sem var með 28,1% markaðshlutdeild í mánuðinum. Fyrstu þrjá mánuðina voru 919 fólks- og sendibílar af merkjum BL nýskráðir og er hlutdeild fyrirtækisins á markaðnum í heild nú 29,6%.

Leitni markaðarins

Framboð grænna orkulausna fer smám saman vaxandi hér á landi eftir því sem umboðin kynna fleiri nýjar gerðir rafbíla og tengiltvinnbíla. Nissan var vinsælasti bíll BL í mars með 95 nýskráningar, þar af voru rafbílarnir 22. Nýskráningar Hyundai voru 87, þar af 12 rafbílar og hafa bæði Nissan Leaf og Hyundai Kona EV verið að styrkja stöðu sína á einstaklingsmarkaði frá áramótum, Leaf um 1,6 prósentustig og Kona 2,8. Alls voru 58 raf- og tengiltvinnbílar nýskráðir hjá BL í mars frá BMW, Jaguar, Mini og Land Rover/Range Rover auk rafbílanna frá Nissan og Hyundai.

Fækkun bílaleigubíla heldur áfram

Alls nýskráðu bílaleigur landsins 486 fólks- og sendibíla í mars, 51% færri en í sama mánuði 2018. Við síðustu mánaðamót höfðu leigurnar nýskráð 1.229 bíla á árinu sem er 37,9% færri bílar en fyrstu þrjá mánuðina í fyrra þegar þeir voru 1.818.

Sjá fleiri fréttir