X

Discovery Jamie Oliver er eldhús á hjólum
Discovery Jamie Oliver er eldhús á hjólum
Discovery Jamie Oliver er eldhús á hjólum
Discovery Jamie Oliver er eldhús á hjólum
Discovery Jamie Oliver er eldhús á hjólum
Discovery Jamie Oliver er eldhús á hjólum
Discovery Jamie Oliver er eldhús á hjólum
Discovery Jamie Oliver er eldhús á hjólum
Discovery Jamie Oliver er eldhús á hjólum

Discovery Jamie Oliver er eldhús á hjólum

9

.

October
2017
/
LAND ROVER

Stjörnukokkurinn og sjónvarpsþáttastjornandinn Jamie Oliver fékk sér á dögunum nýjan Land Rover Discovery. Það út af fyrir sig væri ekki í frásögur færandi nema fyrir þá sök hvernig hann jeppinn er útbúinn. Oliver pantaði nefnilega ekki þessa hefðbundnu aukahluti sem hægt er að fá með nýjum bílum – heldur var málið að fá bílinn útbúinn með fullkomnu eldhúsi.

Sveigjanlegur fyrir kröfuharða

Það sem þetta var vægast sagt óvenjulegt verkefni lögðust Jamie Oliver og sérfræðingar Land Rover yfir alls kyns teikningar til að hanna breytingina á bílnum og afraksturinn má sjá á myndbandinu hér fyrir neðan. Segja má að útkoman endurspegli ekki síður hversu sveigjanleg og notadrjúg hönnun hins nýja og breytta Dicovery er, jafnvel gagnvart óskum þeirra sem gera allra mestu kröfurnar. Í þeim flokki er án efa Jamie Oliver enda heimsþekktur fyrir snilli sína á matreiðslusviðinu.

Allt það helsta!

Eftir breytinguna er Land Rover Discovery jamie Oliver búinn ísgerðarvél, lokuðum hægeldunarpotti undir vélarhlífinni, grilli, skammtara fyrir ólívuolíu, pastagerðarvél, geymsluhólf til að viðhalda fersku grænmeti, kryddhillu, útdraganlegu matar- og vinnuborði með gaseldavél, vaski og eldhúskrana og flatskjá við enda borðsins. Bíllinn er meira að segja með brauðsrist á milli framsætanna. En ekki nóg með það. Bíllinn er með lítinn innbyggðan rafmótor fyrir innan framgrillið sem er fyrir grilltein til að heilgrilla hráefnið. Í hjólkoppum er svo 5 lítra smjörgeymslan.

Forfallinn aðdáandi

Jamie Oliver er forfallinn aðdáandi Land Rover og það var sérstök deild innan fyrirtækisins, Jaguar Land Rover’s Special Vehicle Operations (SVO), sem hannaði breytinguna í samráði við Oliver sem lengi gekk með þennan draum í maganum. Bíllinn er vissulega einstakur á heimsvísu – en sjón er sögu ríkari eins og fram kemur í myndbandinu.

Fram úr björtustu vonum

„Land Rover gaf mér tækifæri til að ganga ótrúlega langt í óskum mínum um draumaeldhús mitt á hjólum. Ég gekk með stóra drauma í maganum og bað um margt og verkið sem sérfræðingar Jaguar Land Rover hjá SVO skiluðu af sér fór fram úr öllu sem mér hefði dottið í hug,“ sagði Jamie Oliver þegar hann fékk bílinn afhentan. Hann segir að handbragðið sé sannkallað listaverk. „Mér datt ekki í hug að þeir gætu komið fyrir hægeldunarpotti við hlið vélarinnar eða olíuskammtaranum í farangursgeymslunni. Útkoman er æðislegur Discovery sem er sérstaklega sniðinn að þörfum mínum og fjölskyldunnar. Nú hefst nýr kafli í lífi mínu sem matreiðslumanns,“ sagði Jamie Oliver.

 

Sjá fleiri fréttir