X

Dvalar- og hjúkrunarheimilið Höfði fær nýjan Iveco Daily
Dvalar- og hjúkrunarheimilið Höfði fær nýjan Iveco Daily
Dvalar- og hjúkrunarheimilið Höfði fær nýjan Iveco Daily
Dvalar- og hjúkrunarheimilið Höfði fær nýjan Iveco Daily
Dvalar- og hjúkrunarheimilið Höfði fær nýjan Iveco Daily
Dvalar- og hjúkrunarheimilið Höfði fær nýjan Iveco Daily
Dvalar- og hjúkrunarheimilið Höfði fær nýjan Iveco Daily
Dvalar- og hjúkrunarheimilið Höfði fær nýjan Iveco Daily
Dvalar- og hjúkrunarheimilið Höfði fær nýjan Iveco Daily

Dvalar- og hjúkrunarheimilið Höfði fær nýjan Iveco Daily

4

.

August
2017
/
Iveco-Bus

Dvalarheimilið Höfði á Akranesi festi nýlega kaup á nýrri Iveco Daily farþegarútu hjá BL. Bíllinn, sem tekur níu farþega, verður notaður til fólksflutninga í bæjarfélaginu, en Höfði er m.a. með samning við sveitarfélagið um akstur fatlaðra.

 

Að undangengnu útboði var gengið frá kaupum á bílnum í febrúar og hefur síðan þá verið unnið að tæknilegum útfærslum í farþegarýminu í samræmi við óskir kaupanda og þarfir þeirra sem þurfa á þjónustunni að halda. Til að mynda var litarvali á sætum og gólfefnum hagað þannig að sjónskertir ættu auðveldara með að ganga um bílinn auk þess sem innilýsingin er sérhönnuð fyrir sjónskerta. Bíllinn er með hjólastólalyftu og eru stæði fyrir þrjá hjólastóla í farþegarýminu. Nýja rútan er m.a. með loftpúðafjöðrun og tvöföldu gleri í gluggum til auka þægindi og hljóðeinangrun í farþegarýminu.

Myndin var tekin við afhendingu nýju rútunnar sem fram fór í dag við Höfða. T.v. er Sveinn Mikael Sveinsson, sölu- og þjónustustjóri Iveco Bus og Irisbus hjá BL ehf. sem afhendir hér Kjartani Kjartanssyni, framkvæmdastjóri Höfða, lyklana að nýju rútunni.

Sjá fleiri fréttir