X

Fimm þúsundasti bíll BL afhentur á næstu dögum
Fimm þúsundasti bíll BL afhentur á næstu dögum
Fimm þúsundasti bíll BL afhentur á næstu dögum
Fimm þúsundasti bíll BL afhentur á næstu dögum
Fimm þúsundasti bíll BL afhentur á næstu dögum
Fimm þúsundasti bíll BL afhentur á næstu dögum
Fimm þúsundasti bíll BL afhentur á næstu dögum
Fimm þúsundasti bíll BL afhentur á næstu dögum
Fimm þúsundasti bíll BL afhentur á næstu dögum

Fimm þúsundasti bíll BL afhentur á næstu dögum

2

.

August
2017
/
BL Fréttir

Í nýliðnum júlímánuði voru nýskráðir 532 bílar af merkjum BL og var markaðshlutdeild fyrirtækisins 27,1%. Það sem af er árinu hafa 4.835 bílar af merkjum BL verið nýskráðir og er markaðshlutdeild fyrirtækisins 28,8% það sem af er árinu. Að sögn Skúla K. Skúlasonar, framkvæmdastjóra sölusviðs BL, er gert ráð fyrir að afhenda fimmþúsundasta bílinn um miðjan þennan mánuð, fjórum mánuðum fyrr en á síðasta ári þegar hann var afhentur um miðjan desember.

Fjárfest í öruggari og eyðslugrennri bíl

Alls keyptu bílaleigurnar 415 nýja bíla í júlí, þar af 169 af merkjum BL. Það sem af er árinu hafa bílaleigurnar keypt 7823 nýja bíla og er nú heldur farið að hægjast um á þessum hluta markaðarins enda þótt fjárfestingin í heild sé aðeins um 1 prósenti minni það sem af er ári en allt árið í fyrra. Að slepptum nýskráningum bílaleiga og eingöngu litið til kaupa einstaklinga og fyrirtækja í júlí var markaðshlutdeild BL 23,4% í mánuðinum og er nú 27,6% eftir fyrstu sjö mánuði ársins. Á þessum hluta markaðarsins voru 363 bílar nýskráðir hjá BL í júlí, heldur færri en í sama mánuði síðasta árs þegar 435 bílar voru nýskráðir. Það skýrist aðallega að því að smám saman er að hægast á nýliðun í bílaflota landsins sem um árabil var einn sá elsti í Evrópu. Landsmenn hafa undanfarin ár smám saman verið að endurnýja heimilisbílinn og fjárfest í bæði öruggari og eyðslugrennri bílum. Í samanburði við nágrannalöndin er bílafloti landsmanna ennþá eldri en almennt gerist í Evrópu enda þótt verulegur árangur hafi náðst í þeim efnum.

Hyundai söluhæstur

Hyundai var söluhæsti bíll BL í júlí með 206 nýskráningar. Næstur kom Renault með 101 nýskráningu og svo Nissan með 85. Alls voru 33 Dacia skráðir í júlí og er Dacia Duster söluhæsti jepplingur landsins með alls 495 nýskráningar á árinu. Fjórði söluhæsti jepplingurinn það sem af er ári er Nissan Qashqai og í sjötta sæti er Hyundai Tucson. Sala á nýjum bílum það sem af er ári er 13% meiri en fyrstu sjö mánuði síðasta árs. Sala nýrra bíla frá BL er þó 23% meiri fyrstu sjö mánuðina en á sama tíma 2016.

Eins og sjá má styttist óðum í fimm þúsundasta bílinn hjá BL á árinu.
Hyundai var söluhæsta merki BL í júlí.
Dacia Duster er söluhæsti jepplingurinn það sem af er árinu.

Sjá fleiri fréttir