X

Hyundai hlaut fern verðlaun What Car?
Hyundai hlaut fern verðlaun What Car?
Hyundai hlaut fern verðlaun What Car?
Hyundai hlaut fern verðlaun What Car?
Hyundai hlaut fern verðlaun What Car?
Hyundai hlaut fern verðlaun What Car?
Hyundai hlaut fern verðlaun What Car?
Hyundai hlaut fern verðlaun What Car?
Hyundai hlaut fern verðlaun What Car?

Hyundai hlaut fern verðlaun What Car?

28

.

January
2019
/
HYUNDAI

Hyundai Motor hlaut á dögunum fern verðlaun What Car? í Bretlandi. Auk verðlauna fyrir forystu á sviði mismunandi grænna orkugjafa og -tækni hlutu tvær gerðir Ioniq sitt hvor aðalverðlaunin í sínum flokki og i30 N ein.

Einstakt frumkvöðlastarf

Á verðlaunahátíðinni hlaut Hyundai Motor tækniverðlaun ársins fyrir einstakt frumkvöðlastarf við þróun hreinna rafbíla og vetnisknúinna rafbíla þar sem Kona EV og Nexo standa í framlínunni. Þá var tvinnútgáfan af Ioniq kjörinn „Tvinnbíll ársins“ og Ioniq í tengiltvinnútgáfu verðlaun sem „Besti tengiltvinnbíllinn“ í sínum verðflokki. Að lokum hlaut senuþjófurinn Hyundai i30 N verðlaun sem „Besti hlaðbakur ársins“ í sínum verðflokki fyrir framúrskarandi aksturseiginleika og ríkulegan staðalbúnað.

Þarf ekki að hlaða Nexo

„Hyundai hlaut ekki aðeins verðlaun fyrir þróun og markaðssetningu Kona EV, sem er langdrægasti rafbíllinn í raun sem við höfum prófað hingað til, heldur einnig fyrir að vísa veginn í þróun tækni rafknúinna vetnisbíla. Tækni slíkra bíla færa rafbílakaupendum aukna drægni og auk þess rafbíl sem er án rafhlöðu sem þarf að endurhlaða reglulega,“ segir m.a. í niðurstöðu dómnefndar What Car?

Breiðasta úrval orkugjafa

Hyundai Motor hefur þá sérstöðu meðal bílaframleiðenda að bjóða breiðasta úrval orkugjafa á markaðnum. Ekki aðeins býður Hyundai bíla með bensín- og dísilvélum heldur einnig tvinnbíla, tengiltvinnbíla, hreina rafbíla og rafknúna vetnisbíla. Kona Ev er nýjasta gerð 100% rafbíls á eftir rafknúnu gerð Ioniq auk þess sem brátt kemur á markað ný kynslóð vetnisknúins rafbíls, Nexo, sem Hyundai á Íslandi kynnir innan skamms. Kona Ev hefur um 449 km raundrægni og Nexo vel á sjöunda hundrað kílómetra á vetnistankinum.

Ioniq á meðal þeirra bestu

Í umsögn sinni um Ioniq, sem kjörinn var „tvinnbíll ársins 20019“ annað árið í röð, sagði dómnefndin að þar væri um að ræða bíl sem byði upp á „fágaðasta alhliða búnaðinn á öllum sviðum“. „Búinn afkastamikilli 1,6 lítra bensínvél og rafmótor eyðir bíllinn um 4,5 lítrum á hverja 100 km samkvæmt WLTP sem svarar til rúmlega 20 km á hverjum lítra eldsneytis,“ segir dómnefndin. „Við teljum að tvinnútgáfa Ioniq sé besti bíllinn í þeim flokki sem hægt er að fá og sömuleiðis er tengiltvinnútgáfa Ioniq tvímælalaust á meðal þeirra bestu í þeim flokki.“

Sjá fleiri fréttir