X

Hyundai kynnir borgarsportjeppann KONA á laugardag
Hyundai kynnir borgarsportjeppann KONA á laugardag
Hyundai kynnir borgarsportjeppann KONA á laugardag
Hyundai kynnir borgarsportjeppann KONA á laugardag
Hyundai kynnir borgarsportjeppann KONA á laugardag
Hyundai kynnir borgarsportjeppann KONA á laugardag
Hyundai kynnir borgarsportjeppann KONA á laugardag
Hyundai kynnir borgarsportjeppann KONA á laugardag
Hyundai kynnir borgarsportjeppann KONA á laugardag

Hyundai kynnir borgarsportjeppann KONA á laugardag

10

.

January
2018
/
HYUNDAI

Hyundai á Íslandi kynnir formlega KONA, nýjan og afar glæsilegan sportlegjan og hljóðlátan jeppling í sýningarsal sínum við Kauptún í Garðabæ á laugardaginn kemur, 13. janúar milli kl. 12 og 16. KONA er í þeim stærðarflokki borgarjepplinga sem verið hafa hvað vinsælastir meðal almennings í Evrópu undanfarin misseri enda hefur þessi nýi bíll frá Hyundai fengið afar góðar móttökur frá því að hann kom á markað í nóvember. KONA fékk nýlega fullt hús stiga fyrir framúrskarandi öryggi hjá Euro NCAP og er bíllinn því viðurkenndur sem einn sá öruggasti í sínu flokki í umferðinni. Í niðurstöðu Euro NCAP  var m.a. sérstaklega tekið til virka öryggis- og aðstoðarkerfisins SmartSense sem mætir ítrustu öryggiskröfum sem gerðar eru í Evrópu.

KONA er ærslabelgurinn í hópnum

KONA hefur einstaklega kraftmikla og sportlega ásýnd í ætt við núverandi ættarsvip nýrra fólksbíla Hyundai. Almennt virðast bílasérfræðingar þó þeirrar skoðunar að á teikniborðinu hafi Hyundai gengið skrefinu lengra við hönnun bílsins, bæði er varðar ytra útlit og hönnun farþegarýmisins, og tekist einstaklega vel upp ef marka má móttökurnar á markaðnum. Þótt ættarsvipurinn leyni sér ekki er KONA greinilega einn mesti ærslabelgurinn í systkinahópnum um þessar mundir.

Mismunandi útfærslur

Hyndai á Íslandi býður KONA í nokkrum mismunandi útfærslum. Grunngerð KONA, Comfort, sem kostar 3.590 þúsundir króna, er með 120 hestafla eins lítra T-GDI dísilvél með forþjöppu og beinskiptinu og eyðir hann að meðaltali um 5,2 lítrum á hundraði. Dýrasta útgáfan, KONA Premium, er með 1,6 lítra, 177 hestafla T-GDI dísilvél við sjálfskiptingu og forþjöppu og eyðir hann að meðaltali um 6,7 lítrum á hundraði. Premium kostar 5.290 þúsundir króna.

Vandaður staðalbúnaður

Grunngerðin KONA Comfort er vel búin vönduðum staðalbúnaði. Bíllinn, sem kemur á 17” álfelgum, er m.a. búinn sjö loftpúðum, ABS hemlum með stöðugleikastýringu og brekkubremsu. Hann er einnig með bakkmyndavél og skynjara, akgreinavara, regnskynjara, rafdrifi á öllum hliðarrúðum, birtunema á innispegli, rafdrifna og upphitaða spegla, fjarstýrðar samlæsingar, handfrjálsan símbúnað, Appel carplay og Auto Android, AUX og USB. Þá er Comfort enn fremur búinn hraðastilli, tölvustýrðri loftkælingu, hita undir rúðuþurrkum á framrúðu og upphituðu aðgerðastýri auk vandaðra sæta og þakbogum svo fátt eitt sé nefnt.

Öryggiskerfið SmartSense

Meðal nýjunga sem Hyundai kynnir með KONA er t.d. öryggiskerfið SmartSense sem inniheldur í heild átta háþróaðar tæknilausnir sem hin ýmsu markaðssvæði geta valið úr í samræmi við aðstæður á hverju svæði. Meðal þess sem SmartSense stjórnar er sjálfvirk neyðarhemlun, fjarlægðarskynjari að framan til varnar árekstri, blindhornsviðvörun, aðstoð við akgreinarskipti og akgreinavari auk athyglisvaka svo nokkuð sé nefnt. Þessi öryggiskerfi verða öll í boði í KONA hjá Hyundai í Garðabæ í samræmi við óskir viðskiptavina og útbúnaðarstig einstakra gerða. Hægt er að kynna sér Kona á heimasíðu Hyundai á Íslandi; hyundai.is.

 

Sjá fleiri fréttir