X

Hyundai mætir eins og stormsveipur inn á jeppamarkað N-Ameríku
Hyundai mætir eins og stormsveipur inn á jeppamarkað N-Ameríku
Hyundai mætir eins og stormsveipur inn á jeppamarkað N-Ameríku
Hyundai mætir eins og stormsveipur inn á jeppamarkað N-Ameríku
Hyundai mætir eins og stormsveipur inn á jeppamarkað N-Ameríku
Hyundai mætir eins og stormsveipur inn á jeppamarkað N-Ameríku
Hyundai mætir eins og stormsveipur inn á jeppamarkað N-Ameríku
Hyundai mætir eins og stormsveipur inn á jeppamarkað N-Ameríku
Hyundai mætir eins og stormsveipur inn á jeppamarkað N-Ameríku

Hyundai mætir eins og stormsveipur inn á jeppamarkað N-Ameríku

30

.

November
2018
/
HYUNDAI

Hyundai kynnti í liðinni viku Palisade, nýjan og glæsilegan meðalstóran fjórhjóladrifinn jeppling fyrir markaði Norður-Ameríku sem fáanlegur verður frá og með miðju næsta ári. Palisade kemur aðallega til með að keppa við Toyota Highlander, Nissan Pathfinder og Ford Explorer á Ameríkumarkaði.

Ekta Ameríkubíll

Palisade, sem er á alveg nýjum undirvagni og er tæpir fimm metrar að lengd, um tveir metrar að breidd og 175 cm á hæð. Bíllinn er allt að átta manna og búinn miklum þæginda- og öryggisbúnaði. Fyrir utan að vera einstaklega vel hljóðeinangraður er Palisade búinn afar vönduðu Surround afþreyingakerfi, tækni sem kastar upplýsingum á framrúðuna framan við ökumanninn, sjálfstæðri hitastýringu fyrir farþega í aftursætum sem einnig eru með hita, rafstýrða fellingu og fleira.

Vélin sú öflugasta í sínum flokki

Palisader er búinn hinu háþróaða HTRAC fjórhjóladrifi Hyundai sem býður einnig að bílnum sé eingöngu ekið í afturdrifinu. Palisade er búinn 3,8 lítra sex strokka og 291 hestafla bensínvél við átta gíra sjálfskiptingu. Vélin togar um 355,2 Nm og er hún sú öflugasta á sínum samkeppnismarkaði.

Sniðinn að þörfum barnafjölskyldna

Mike O‘Brian, aðstoðarframkvæmdastjóri framleiðslumála Hyundai í Bandaríkjunum, segir Palisade hinn fullkomna hversdagsbíl bandarískra barnafjölskyldna sem einnig sé sérlega vel búinn til ferðafélaga út fyrir alfararleiðir enda verði hann boðinn á allt að 20“ álfelgum.

Sjá fleiri fréttir