X

í Himalayafjöllum treysta þorpsbúar Maneybhanjang á Land Rover
í Himalayafjöllum treysta þorpsbúar Maneybhanjang á Land Rover
í Himalayafjöllum treysta þorpsbúar Maneybhanjang á Land Rover
í Himalayafjöllum treysta þorpsbúar Maneybhanjang á Land Rover
í Himalayafjöllum treysta þorpsbúar Maneybhanjang á Land Rover
í Himalayafjöllum treysta þorpsbúar Maneybhanjang á Land Rover
í Himalayafjöllum treysta þorpsbúar Maneybhanjang á Land Rover
í Himalayafjöllum treysta þorpsbúar Maneybhanjang á Land Rover
í Himalayafjöllum treysta þorpsbúar Maneybhanjang á Land Rover

í Himalayafjöllum treysta þorpsbúar Maneybhanjang á Land Rover

4

.

September
2018
/
LAND ROVER

Í Maneybhanjang, litlu og einangruðu þorpi í 1500 metra hæð í Himalayafjöllum á Indlandi, eiga þorpsbúar um fjörtíu Land Rover jeppa sem flestir eru frá árinu 1955 og því um 65 ára gamlir. Þeir eru allir í fullri daglegri notkun og margir bílanna eru notaðir til flutninga á vistum og ferðamönnnum lengra upp í fjöllin, til Sandakphu, hæsta topps í Nepal og vestur-Bengal. Sandakphu liggur í nærri fjögur þúsund metra hæð og er vinsæll áfangastaður meðal ferðamanna enda er víðsýnt þaðan til fjögurra af fimm hæstu fjallstoppum veraldar; Everest, Kangchenjunga, Lhotse og Makalu.

Gamlir og gegnir í fullri notkun

Í tilefni þess að um þessar mundir eru 70 ár liðin frá því að fyrsti Land Roverinn kom á markað var í sumar litið í heimsókn til þorpsbúa Maneybhanjang, þar sem íbúarnir stóla á gömlu Land Roveranna. Maneybhanjang kalla íbúarnir „Heimkynni Land Roversins“ enda segjast þeir ekki treysta öðrum bílum til ferðalaga á þessum slóðum því þeir séu einfaldir, áreiðanlegir og lausir við allan nútímabúnað sem þorpsbúar segja að myndi bara flækja hlutina. Stysta bílfæra leiðin frá Maneybhanjang til Sandakphu liggur um brattan og mjóan 30 km langan veg í klettóttum fjallshlíðum Himalaya sem þorpsbúar aka ferðamönnum og með vistir til hostelanna í þorpinu á Sandakphu. Leiðin er svo torsótt og hættuleg að sú leið sem eindregið er mælt með við ökumenn er helmingi lengri eða rúmir 64 km.

Land Rover í 70 ár

Land Rover fagnar því um þessar mundir að 70 ár eru síðan fyrirtækið kynnti fyrsta Land Roverinn sem braut blað með auknum möguleikum fólks um allan heim til að ferðast um erfiðar slóðir og auðvelda daglegt líf milljóna manna um allan heim. Land Rover er þekktur um allan heim fyrir styrk, þrautsegju og endingu. Þeir eiginleikar hafa síðan með árunum verið yfirfærðir á nýjar bílgerðir framleiðandans, svo sem Defender, Discovery, Discovery Sport, Range Rover, Range Rover Sport, Range Rover Velar og Range Rover Evoque sem allir eru seldir í yfir 100 löndum allan heim, ekki síst á svæðum þar sem vegir eru krefjandi og frumstæðir.

Sjá fleiri fréttir