X

Jaguar endurvekur framleiðslu á sögufrægum kappakstursbíl
Jaguar endurvekur framleiðslu á sögufrægum kappakstursbíl
Jaguar endurvekur framleiðslu á sögufrægum kappakstursbíl
Jaguar endurvekur framleiðslu á sögufrægum kappakstursbíl
Jaguar endurvekur framleiðslu á sögufrægum kappakstursbíl
Jaguar endurvekur framleiðslu á sögufrægum kappakstursbíl
Jaguar endurvekur framleiðslu á sögufrægum kappakstursbíl
Jaguar endurvekur framleiðslu á sögufrægum kappakstursbíl
Jaguar endurvekur framleiðslu á sögufrægum kappakstursbíl

Jaguar endurvekur framleiðslu á sögufrægum kappakstursbíl

8

.

February
2018
/
JAGUAR

Jaguar hefur ákveðið að „fornbíladeild“ fyrirtækisins; Jaguar Land Rover Classic Works í Warwickshire, framleiði 25 eintök af hinum sögufræga kappakstursbíl, Jaguar D-Type sem m.a. gerði garðinn frægan í Le Mans þolaksturskeppnunum í „den tid“ eða fyrir um 60 árum. Framleiðslu á D-Type var hætt árið 1956 eftir smíði á 75 eintökum í stað 100 eins og ætlunin var. Fyrirtækið ætlar nú að ljúka áætluninni sem mörkuð var 1955 og smíða þau 25 eintök sem upp á vantaði og var fyrsta frumeintakið (prototype) frumsýnt 7. febrúar á sýningunni Salon Retromobile show í París.

Sigraði Le Mans þrisvar í röð

Jaguar D-Type sigraði 24 klukkustunda þolakstur í Le Mans-keppninnar þrisvar sinnum í röð á árunum 1955-1957. Bíllinn var búinn sex strokka XK-línuvél og verða vélar nýja bílsins framleiddar samkvæmt upprunalegri hönnun. Það mun einnig eiga við um annað sem við kemur smíði bílsins, hvort sem er undirvagn, yfirbyggingu, innréttingu eða búnaði bílsins að öðru leyti. Þess vegna, meðal annars, verður notkun hins nýja D-Type ekki heimil í almenri umferð heldur aðeins á lokuðum akstursbrautum og einkavegum.

Ennþá einn sá fallegasti

D-Type þykir einn fallegasti kappakstursbíll sögunnar og þykir enn í dag jafn fallegur og áður enda hönnunin sígild hvert sem litið er. Tim Hanning, framkvæmdastjóri Jaguar Land Rover Classic Works, segir að D-Type hafi þótt framúrskarandi kappakstursbíll sem bar sigur úr bítum í erfiðustu keppnum heims aftur og aftur. Því sé verkefnið framundan tækifæri sem menn fái í mesta lagi einu sinni á ævinni.

Þriðja Jaguarverkefnið

Endurframleiðsla Jaguar Land Rover Classic Works á Jaguar D-Type er þriðja verkefnið sem deildin fær sem varða sportbíla Jaguar. Fyrri verkefni voru nýsmíði á sex eintökum af Jaguar E-Type 2014-2015 og níu eintökum af Jaguar XKSS, en báðir eru eins konar systurbílar D-Type.

Tækifæri lífsins

Kev Riches, verkfræðingur hjá Jaguar Land Rover Classic Works, segir að nýsmíði á upprunalegum XKSS hafi verið einstaklega gefandi og lærdómsrík, en jafnframt mikil tæknileg áskorun, ívíð meiri en endrsmíðin á E-Type. „Það sem við lærðum á XKSS verður því afar mikið og gott veganesti þegar við hefjumst handa við smíði nýrra eintaka af D-Type sem við sjáum nú smjörþefinn af á frumeintakinu hér í París. Öll eintökin 25 verða nákvæmlega eins og upprunalegu bílarnir,“ segir Riches og má því eiginlega segja að þeir verði eins konar klón hönnunar Jaguar Competitions Department sem smíðaði bílana á sínum tíma.

 

Sjá fleiri fréttir