X

Jaguar þróaði hljóðið í rafbílnum I-Pace með blindum og sjónskertum
Jaguar þróaði hljóðið í rafbílnum I-Pace með blindum og sjónskertum
Jaguar þróaði hljóðið í rafbílnum I-Pace með blindum og sjónskertum
Jaguar þróaði hljóðið í rafbílnum I-Pace með blindum og sjónskertum
Jaguar þróaði hljóðið í rafbílnum I-Pace með blindum og sjónskertum
Jaguar þróaði hljóðið í rafbílnum I-Pace með blindum og sjónskertum
Jaguar þróaði hljóðið í rafbílnum I-Pace með blindum og sjónskertum
Jaguar þróaði hljóðið í rafbílnum I-Pace með blindum og sjónskertum
Jaguar þróaði hljóðið í rafbílnum I-Pace með blindum og sjónskertum

Jaguar þróaði hljóðið í rafbílnum I-Pace með blindum og sjónskertum

24

.

October
2018
/
JAGUAR

Jaguar hefur þróað alveg sérstakan rafhljóm fyrir rafbílinn I-Pace sem hefur það hlutverk að vara gangandi vegfarendur við aðvífandi bíl á hægum hraða, t.d. í átt að gangbraut eða á leið í eða úr bílastæði. Hljóðkerfið, sem nefnist „Jaguar Audible Vehicle Alert System“, nefnt AVAS, var þróað í samvinnu við blinda einstaklinga enda tekur það fram fyrirhuguðum alþjóðlegum kröfugerðum sem gera ráð fyrir að framleiðendur búi hljóðlausa bíla sína búnaði til varnar gangangi vegfarendum.

Virkt upp að 20 km/klst.

Rafhljómur I-Pace er virkur á 20 km/klst. eða minni hraða og mætir styrkur hljómsins Evrópukröfum um 56dB(A) lágmark sem taka gildi um mitt næsta ár. Hljóðkerfið var prófað í náinni samvinnu við félag eigenda leiðsöguhunda í Bretlandi sem eru stærstu hagsmunasamtök blindra og sjónskertra á Bretlandseyjum. Tíðni hljóðsins er hagað þannig að það heyrist einungis utan bílsins en ekki í farþegarýminu.

Löggilding í júlí

„Hljóðleysi“ eða skortur á hefðbundnu vélarhljóði frá rafknúnum ökutækjum hefur skapað mörgum blindum vegfarendum óöryggi í umferðinni. Hingað til hafa þeir treyst á heyrn sína til að meta aðstæður þegar ganga þarf yfir gangbraut eða um stór og fjölmenn bílastæði, t.d. við verslanamiðstöðvar. Hækkandi eða lækkandi vélarhljóðið í I-Pace, sem minnir nokkuð á geimhljóð, gefur til kynna hraða bílsins, nálægð hans og fleira sem blindir segja að auðveldi þeim og leiðsöguhundunum að meta aðstæður til að tryggja öryggi sitt.

Ekki hægt að aftengja

„AVAS Jaguar er ætlað að vara alla gangandi eða hjólandi vegfarendur við aðvífandi bíl og það verður ekki hægt að aftengja kerfið. Við erum sérlega ánægð með að leiðandi samtök blindra og sjónskertra styðja fyllilega við þá stefnu sem við göngum út frá við þróun kerfisins. Það eru einstaklingarnir sem mest þurfa að treysta á virkni og öryggi kerfisins,“ segir Iain Suffiled, hljóðtæknisérfræðingur hjá Jaguar sem unnið hefur að þróun AVAS undanfarin fjögur ár.

Breytileg tíðni

Styrkur og tíðni AVAS breytist í samræmi við breytingar á ökuhraða og er mismunandi eftir því hvort I-Pace er ekið áfram eða aftur á bak, til hægri eða vinstri. Þegar I-Pace hefur náð 20 km hraða slökknar á AVAS enda eru þá nægileg dekkja- og vindhljóð til að vara vegfarendur við aðvífandi „hljóðlausum“ Jaguar I-Pace.

Sjá fleiri fréttir