X

Land Rover kynnir Velar frá Range Rover
Land Rover kynnir Velar frá Range Rover
Land Rover kynnir Velar frá Range Rover
Land Rover kynnir Velar frá Range Rover
Land Rover kynnir Velar frá Range Rover
Land Rover kynnir Velar frá Range Rover
Land Rover kynnir Velar frá Range Rover
Land Rover kynnir Velar frá Range Rover
Land Rover kynnir Velar frá Range Rover

Land Rover kynnir Velar frá Range Rover

24

.

February
2017
/
LAND ROVER

Jaguar Land Rover kynna nýjan jeppa, Range Rover Velar, nk. miðvikudag, 1. mars. Velar er stærri en Ranger Rover Evoque og minni en Range Rover Sport. Þetta er fjórða bílgerðin í Range Rover-fjölskyldunni  sem rekur sögu sína aftur til ársins 1970 þegar fyrsti lúxusjeppinn kom fram á sjónarsviðið.

Yfirhönnuður Land Rover, Gerry McGovern, segir að hönnun Velar sé framúrstefnuleg og að allt yfirbragð bílsins einkennist af einstökum glæsileika, nýtísku og fágun. „Þessi bíll breytir öllu,“ segir McGovern. Eins og aðrir bílar Range Rover er Velar hannaður til notkunar við fjölbreyttar og krefjandi aðstæður, þar sem háþróaður drifbúnaður Land Rover kemur m.a. við sögu auk þess sem mikil áhersla er lögð á notkun umhverfisvænna efna við hönnunina, ekki síst í farþegarýminu.

Nafnið, Velar, vísar til frumframleiðslu á 26 Range Rover-bílum sem gerðir voru á sjöunda áratugnum þegar vinna stóð yfir á þróun bílsins, þessum fyrsta alvöru lúxusjeppa sem framleiddur var fyrir alþjóðlegan bílamarkað. Meðan á þróunarskeiði Range Rover stóð lögðu hönnuðir Land Rover ofurríka áherslu á að halda leynd yfir markmiðunum með Range Rover. Hvorki samkeppnisaðilar né almenningur mátti fá ávæning af því hvers konar jeppi væri í vændum og hvaða eiginleikum hann yrði búinn. Á meðan á þessu tímabili stóð var vinnuheitið Velar notað á frumgerðirnar. Velar á rætur að rekja til latínska orðsins velare sem þýðir slæða eða dulargervi.

Skráðu þig til að vera með þeim fyrstu til að fá nýjustu fréttir af nýja Range Rover Velar áður en hann verður kynntur. 

Sjá fleiri fréttir