X

Liðlega 16.400 fólks- og sendibílar seldir það sem af er árinu
Liðlega 16.400 fólks- og sendibílar seldir það sem af er árinu
Liðlega 16.400 fólks- og sendibílar seldir það sem af er árinu
Liðlega 16.400 fólks- og sendibílar seldir það sem af er árinu
Liðlega 16.400 fólks- og sendibílar seldir það sem af er árinu
Liðlega 16.400 fólks- og sendibílar seldir það sem af er árinu
Liðlega 16.400 fólks- og sendibílar seldir það sem af er árinu
Liðlega 16.400 fólks- og sendibílar seldir það sem af er árinu
Liðlega 16.400 fólks- og sendibílar seldir það sem af er árinu

Liðlega 16.400 fólks- og sendibílar seldir það sem af er árinu

4

.

September
2018
/
BL Fréttir

Í ágústmánuði voru nýskráðir 1.594 fólks- og sendibílar hér á landi, 4,7% færri en í ágúst 2017 þegar nýskráningarnar námu alls 1.672 bílum. Það sem af er þessu ári höfðu alls 16.428 nýir fólks- og sendibílar verið nýskráðir 31. ágúst en voru á sama tíma í fyrra 18.503 og nemur samdrátturinn 11,2%. Af heildarsölu fólks- og sendibíla keyptu einstaklingar og fyrirtæki (án leiganna) 1.347 nýja bíla í ágúst, 9,4% færri en í sama mánuði 2017.


Hlutdeild BL rúm 28%

Í ágúst voru 445 fólks- og sendibílar af merkjum BL nýskráðir, 4% fleiri en í sama mánuði 2017 þegar þeir voru 428. Markaðshlutdeild BL í ágúst nam 27,9%. Sé litið til hlutdeildar fyrirtækisins fyrstu átta mánuði ársins nam hún 28,5% á tímabilinu, en alls voru 4.680 fólks- og sendibílar frá BL nýskráðir á tímabilinu. Markaðshlutdeild BL án bílaleigubíla var í ágúst 23,6% og 24,8% fyrstu átta mánuði ársins.


Hyundai vinsælastur í ágúst

Af þeim tíu fólks- og sendibílamerkjum sem BL hefur umboð fyrir bar Hyundai hæst í ágúst með 124 nýskráningar. Næst kom Nissan með 99 skráningar og Dacia með 75 bíla. Af lúxusmerkjum BL; Jaguar, Land Rover, Range Rover og BMW voru alls 43 bílar nýskráðir í ágúst.


Bílaleigubílar

Í ágúst voru nýskráðir 247 bílaleigubílar, 34,2% fleiri en í ágúst 2017 og hefur þá alls 6.561 bíll verið nýskráðir leigunum það sem af er árinu borið saman við fyrstu átta mánuði síðasta árs þegar 8.006 bílar voru nýskráðir á tímabilinu. Nemur samdrátturinn rúmum 18%.

Uppfærður og enn flottari Tucson kynntur á laugardag

Næstkomandi laugardag, 8. september milli kl. 12 og 16, verður uppfærður, enn flottari og öruggari Tucson kynntur hjá Hyundai við kauptún í Garðabæ.

Sjá fleiri fréttir