X

Nissan LEAF Bíll ársins 2019 á Kanaríeyjum
Nissan LEAF Bíll ársins 2019 á Kanaríeyjum
Nissan LEAF Bíll ársins 2019 á Kanaríeyjum
Nissan LEAF Bíll ársins 2019 á Kanaríeyjum
Nissan LEAF Bíll ársins 2019 á Kanaríeyjum
Nissan LEAF Bíll ársins 2019 á Kanaríeyjum
Nissan LEAF Bíll ársins 2019 á Kanaríeyjum
Nissan LEAF Bíll ársins 2019 á Kanaríeyjum
Nissan LEAF Bíll ársins 2019 á Kanaríeyjum

Nissan LEAF Bíll ársins 2019 á Kanaríeyjum

29

.

March
2019
/
NISSAN

Vinsælasti rafbíllinn á Vesturlöndum, Nissan Leaf, hefur verið kjörinn Bíll ársins 2019 á Kanaríeyjum, þar sem íbúar eru rúmar tvær milljónir. Nissan er eina merkið sem unnið hefur titilinn fjórum sinnum á eyjaklasanum. Áður voru það Juke 2011, Pulsar 2014, Micra 2017 og nú LEAF 2019, sem er jafnframt fyrsti rafbíllinn sem Kanaríeyjabúar afhenda titilinn.

Uppfyllir væntingnarnar best

Við val á bíl ársins eru lögð saman gefin stig í átta flokkum sem taka meðal annars til öryggis, hönnunar og útlits, nýsköpunar, tækni og þjónustu framleiðandans. Að mati dómnefndar er Leaf sá bíll á markaðnum sem uppfyllir best væntingar viðskiptavina. Það var forseti hins spænska sjálfstjórnarsvæðis Kanarýeyja, Fernando Clavijo Batlle, sem afhenti verðlaunin við hátíðlegt tækifæri og tók Marco Toro, yfirmaður Nissan á Íberíuskaga við verðlaununum.

10 milljónir olíufata sparast frá 2010

Leaf er langvinsælasti rafbíllinn á Kanaríeyjum og eiga íbúar eyjanna sinn þátt í þeim áfanga þegar Leaf náði því marki nýlega að fara yfir 400 þúsund eintaka markið í seldum eintökum, en Leaf er mest seldi fimm manna 100% rafknúni fólksbíllinn á heimsmarkaði (world's all-time best-selling highway-capable electric car). Samtals hafa ökumenn Leaf ekið bílunum um 10 milljarða kílómetra frá árinu 2010 þegar Leaf fór fyrst í sölu. Á tímabilinu hafa notendur sparað um 3,8 milljónir olíutunna á hverju ári í hefðbundnum eldsneytiskaupum.

Langvinsælastur

Leaf er ekki aðeins best seldi rafbíll Evrópu heldur hefur hann líka náð þeim áfanga að verða vinsælasti bíllinn á markaðnum í Noregi, þar sem Leaf var söluhæsti bíllinn 2018. Leaf er einnig vinsælasti rafbíll Spánar og á síðasta ári undirritaði Nissan samning við yfirvöld á Tenerife, einni eyju Kanarýeyja, um kynningarátak til að kynna umhverfisvænar samgöngur með orkuskiptum í því skyni að bæta loftgæði. Aldur bílaflotans á Kanaríeyjum er nú um 13,5 ár. Sem stendur er Leaf seldur í 50 löndum og á árinu bætast fleiri lönd við þegar hann fer í sölu á sex mörkuðum í Suður-Ameríku fyrir júnílok auk sjö markaða í Asíu og Eyjahafi fyrir árslok.

Hvers vegna er Leaf svona vinsæll?

Ana Paola Reginatto, yfir maður markaðsmála Nissan í Evrópu, gefur innsýn í ástæðurnar í myndbandinu hér að neðan.

Sjá fleiri fréttir