X

Nissan Leaf er Heimsins grænasti bíllinn 2018
Nissan Leaf er Heimsins grænasti bíllinn 2018
Nissan Leaf er Heimsins grænasti bíllinn 2018
Nissan Leaf er Heimsins grænasti bíllinn 2018
Nissan Leaf er Heimsins grænasti bíllinn 2018
Nissan Leaf er Heimsins grænasti bíllinn 2018
Nissan Leaf er Heimsins grænasti bíllinn 2018
Nissan Leaf er Heimsins grænasti bíllinn 2018
Nissan Leaf er Heimsins grænasti bíllinn 2018

Nissan Leaf er Heimsins grænasti bíllinn 2018

3

.

April
2018
/
NISSAN

Hinn nýi Nissan Leaf, sem BL frumsýnir á laugardaginn kemur, 7. apríl, hefur verið kjörinn „Heimsins grænasti bíll ársins“ (World Green Car 2018). Tilkynnt var um niðurstöðu 75 manna dómnefndar World Car Awards á bílasýningunni í New York sem nú stendur yfir. Verðlaun World Car Awards eru ein þau eftirsóttustu sem veitt eru í bílgreininni á heimsvísu, en Leaf er jafnframt fyrsti bíllinn sem hlýtur verðlaunin í þessum flokki. 

Leiðir stefnu Nissan í umhverfismálum

Leaf, sem er mest seldi 100% rafbíllinn á markaðnum, er tákngervingur Nissan í grænni samgöngustefnu fyrirtækisins  sem hefur að markmiði að draga sem mest úr neikvæðum umhverfisáhrifum bifreiða. Leaf kom fyrst á markað árið 2010 og var ári síðar kjörinn Heimsbíll ársins (World Car of the Year 2011) og var hann sá fyrsti í sínum flokki til að hljóta aðalverðlaun World Green Awards.

Enn grænni en áður

Að mati dómnefndar World Car Awards hlaut hinn nýi Nissan Leaf Grænu verðlaunin 2018 vegna minnstu heildaráhrifa hans á umhverfið, bæði hvað varðar losun og orkunotkun. Leaf hefur selst í yfir 300 þúsund eintökum um allan heim frá því að hann kom á markað og hefur þeim verið ekið samtals um þrjá milljarða kílómetra. Einungis þrjár rafhlöður hafa bilað alvarlega á öllum þessum tíma. 

Frumsýndur laugardaginn 7. apríl

Nýr Leaf sem BL kynnir formlega 7. apríl milli 12 og 16 hefur fengið sportlegra yfirbragð auk þess sem hann er bæði lengri og breiðari en fyrri kynslóð og með öflugri rafmótor og rafhlöðu. Þannig er rafmóturinn í nýja bílnum 10 kWh stærri og rafmótorinn 150 hestöfl, 41 fleiri en í fyrri kynslóð. Bíllinn er nú tæpar 8 sekúndur úr kyrrstöðu í 100 km/klst, 3,6 sekúndum fljótari en áður. Þá hefur drægnin aukist nokkuð, fer úr 250 í 378 km við bestu mögulegu aðstæður. Hljóðeinangrun hefur verið bætt auk þess sem fjölmargar nýjungar og umbyltingar í hönnuninni prýða heildaryfirbragð bílsins bæði að utan og innan. Þess má geta að lokum að Leaf var kjörinn besta nýsköpun ársins 2017 hjá dómnefnd Tækniþróunarsamtaka neytenda í Bandaríkjunum (Consumer Technology Association).

‍Dan Mohnke framkvæmdastjóri hjá Nissan tók við verðlaununum fyrir hönd fyrirtækisins í New York.
Helsta tölfræðin sem sýnir samanburð á nýja og gamla bílnum.

Sjá fleiri fréttir