X

Nissan Leaf með fimm stjörnur hjá Euro NCAP
Nissan Leaf með fimm stjörnur hjá Euro NCAP
Nissan Leaf með fimm stjörnur hjá Euro NCAP
Nissan Leaf með fimm stjörnur hjá Euro NCAP
Nissan Leaf með fimm stjörnur hjá Euro NCAP
Nissan Leaf með fimm stjörnur hjá Euro NCAP
Nissan Leaf með fimm stjörnur hjá Euro NCAP
Nissan Leaf með fimm stjörnur hjá Euro NCAP
Nissan Leaf með fimm stjörnur hjá Euro NCAP

Nissan Leaf með fimm stjörnur hjá Euro NCAP

14

.

May
2018
/
NISSAN

Nissan Leaf hlaut á dögunum fullt hús stiga, fimm stjörnur, í árekstraprófunum Euro NCAP og var Leaf jafnframt fyrsti bíllinn sem evrópska öryggisstofnunin prófaði eftir að hún tók í notkun strangari og erfiðari árekstrapróf. Hið nýja áresktrapróf Euro NCAP kallast The European New Car Assessment Programme og tekur það til mun fleiri þátta en eldra próf. Bæði eru fleiri próf gerð á algengustu tegundum árekstra þar sem aðrir bílar koma við sögu auk þess sem búið er að bæta við fólki á reið- og mótorhjólum og gangandi vegfarendurm.

Hagnýtar tæknilausnir

Í nýja prófinu fékk Leaf 93% stiga fyrir öryggi fullorðinna og 86% fyrir öryggisvernd barna að undangengnum margháttuðum prófunum þar sem nýjar tæknilausnir Leaf á öryggissviði komu að góðum notum, ekki síst aðstoðarkerfið ProPILOT sem grípur inn í atburðarásina þegar líkur skapast á árekstri í umferðinni. Kerfið byggir m.a. á myndavélakerfi og stjórntölvu sem þekkir fjölmarkt í umhverfinu, svo sem gangandi og hjólandi vegfarendur.

Ánægjulegt en ekki óvænt

Gareth Dunsmore, yfirmaður rafbíla hjá Nissan í Evrópu, segir ánægjulegt hversu vel Leaf kom út úr prófinu enda þótt árangurinn hafi ekki komið Nissan á óvart. „Leaf er framúrskarandi öruggur bíll sem viðskiptavinir okkar geta treyst í umferðinni. Það er ekki síst að þakka stefnu okkar í öryggismálum sem hægt er asð kynna sér í stefnu okkar, Nissan Intelligent Mobility vision. Þessi niðurstaða Euro NCAP staðfestir að okkar mati að við erum á réttri leið hvað varðar þróun samgöngumáta almennings til framtíðar sem er að taka hröðum breytingum um þessar mundir,“ sagði Dunsmore í frétt frá fyrirtækinu. Niðurstaða Euro NCAP kemur í kjölfar nýlegra prófana sem systurfyrirtæki Euro NCAP í Japan; Japan New Car Assessment Program, framkvæmdi fyrir mánuði. Í prófinu hlaut Leaf m.a. 94,8 stig af 100 mögulegum fyrir góða vernd farþega í bílveltu.

Nánari upplýsingar eru HÉR.

 

Sjá fleiri fréttir