X

Nýr og stærri fjórhjóladrifinn X4: Sjálfsöryggið uppmálað
Nýr og stærri fjórhjóladrifinn X4: Sjálfsöryggið uppmálað
Nýr og stærri fjórhjóladrifinn X4: Sjálfsöryggið uppmálað
Nýr og stærri fjórhjóladrifinn X4: Sjálfsöryggið uppmálað
Nýr og stærri fjórhjóladrifinn X4: Sjálfsöryggið uppmálað
Nýr og stærri fjórhjóladrifinn X4: Sjálfsöryggið uppmálað
Nýr og stærri fjórhjóladrifinn X4: Sjálfsöryggið uppmálað
Nýr og stærri fjórhjóladrifinn X4: Sjálfsöryggið uppmálað
Nýr og stærri fjórhjóladrifinn X4: Sjálfsöryggið uppmálað

Nýr og stærri fjórhjóladrifinn X4: Sjálfsöryggið uppmálað

10

.

December
2018
/
BMW

BMW X4 er fjórhjóladrifinn kúpulaga sportjeppi sem var sá fyrsti sinnar tegundar á markaðnum þegar hann var kynntur árið 2014. Nú hefur BL fengið í salinn aðra kynslóð þessa vinsæla og „sjálfsörugga“ bíls sem sker sig sem fyrr úr fjöldanum vegna sportlegs og ögrandi útlits.

Stærri og breiðari

Nýr X4 er bæði stærri og straumlínulagaðri en forverinn og loftmótstaðan er enn minni, raunar sú lægsta í þessum flokki. Bíllinn er 81 mm lengri og 37 mm breiðari en forverinn auk þess sem hjólhafið er 54 mm meira. Þrátt fyrir stærri bíl er nýr X4 fimmtíu kílóum léttari en forverinn og ásamt 50/50 þyngdarhlutfalla, enn lægri þyngdarpunkts og stórra hjólfelga framkallar nýja hönnunin einstaklega skemmtilegan og röskan akstursbíl í samræmi við ófrávíkjanleg grunngildi BMW.

Sjálfsöruggur í útliti

Hvað varðar helstu útslitsbreytingar að öðru leyti er vert að nefna nýja og hljóðeinangrandi framrúðu til að draga betur úr umhverfishljóðum, ný lárétt díóðuþokuljós (LED) að framan, ný díóðudagljós á utanverðum framluktum og val um að hafa sömu tækni í sjálfum aðalljósunum sem hafa stækkað. Þá er helsta aðalsmerkið, nýrnagrillið, einnig heldur stærra en á forveranum og er það í samræmi við núverandi þróun sem m.a. blasir við á nýjasta bíl BMW, hinum stóra og fjórhjóladrifna X7 sem kominn er á markað.

Afgerandi breytingar að aftan

Útlitsbreytingarnar eru þó ef til vill enn greinilegri að aftan, einkum á nýjum, mjög ílöngum og grípandi díóðuljósunum sem ná vel inn á hliðar bílsins. Snertilaus opnun skottloksins og sjálfvirk lokun eru einnig staðalbúnaður í nýjun X4. Þá má einnig nefna að númeraplatan hefur verið færð af afturhlera og niður á stuðarann auk þess sem tvöfalt púst er nú meðal staðalbúnaðar.

Meiri munaður

Farþegarýmið í nýjum X4 einkennist sem fyrr af glæsileika og mikilli vandvirkni í hönnun og frágangi. Nýr X4 hefur þó fengið örlítið hástæðari og endurhönnuð sæti með sportlegu yfirbragði og afar vönduðu leðri. Miðlægur snertiskjárinn á ofanverðum miðjustokknum er einnig stærri en áður og auk þess sjálfstandandi en ekki felldur inn í innréttinguna. Einnig hefur BMW speglað ýmsar hagnýtar upplýsingar upp á framrúðuna fyrir framan ökumann til að viðhalda einbeitingu í akstri auk þess sem bíllinn getur boðið upp á þá þjónustu að leggja sér sjálfur í stæði. Öllum helstu stjórnhnöppum er þó sem fyrr haganlega fyrir komið á sínum stað í innréttingunni og innan seilingar. Ræsihnappurinn Stop/Go hefur fengið nýjan og hærri stað, geymslurými eru næg og þráðlaus hleðsla og nokkrar USB-innstungur við hendina til þæginda fyrir ökumann og farþega. Öll þrjú aftursætin eru í fullri stærð og fótarýmið meira en áður.

8 sek. í 100

BL býður X4 með tveggja lítra 190 hestafla dísilvél við átta gíra Steptronic sjálfskiptingu og hið rómaða xDrive Intelligent fjórhjóladrif BMW. Vélin togar 400 Nm og er krafturinn því nægur enda X4 einungis 8 sekúndur úr kyrrstöðu í 100 km/klst. Hægt er að sérpanta X4 með öðrum þeim vélum og aukabúnaði sem framleiðandinn býður með bílnum og hægt er að kynna sér nánar á vef BL.

Kynntu þér málið nánar

Kynntu þér verð og ríkulegan búnað nýs fjórhjóladrifins BMW X4 HÉR. Á síðunni eru einnig upplýsingar um mikið úrval aukabúnaðar sem hægt er að fá með nýja bílnum.

Sjá fleiri fréttir