X

Rafmagnið verður í aðalhlutverki hjá Nissan í Genf
Rafmagnið verður í aðalhlutverki hjá Nissan í Genf
Rafmagnið verður í aðalhlutverki hjá Nissan í Genf
Rafmagnið verður í aðalhlutverki hjá Nissan í Genf
Rafmagnið verður í aðalhlutverki hjá Nissan í Genf
Rafmagnið verður í aðalhlutverki hjá Nissan í Genf
Rafmagnið verður í aðalhlutverki hjá Nissan í Genf
Rafmagnið verður í aðalhlutverki hjá Nissan í Genf
Rafmagnið verður í aðalhlutverki hjá Nissan í Genf

Rafmagnið verður í aðalhlutverki hjá Nissan í Genf

5

.

March
2018
/
NISSAN

Nissan verður áberandi á bílasýningunni í Genf í ár þar sem kynntar verða hugmyndir framleiðandans og spár um breyttan samgöngumáta almennings í framtíðinni. Framundan er aukin snjalltækni, meiri áhersla á rafknúna og langdrægari orkugjafa og sífellt vaxandi aðstoð við aksturinn. Hugmyndabíllinn Nissan IMx KURO mun endurspegla þessa heildarsýn Nissan í Genf 8. mars þegar almenn miðasala hefst. 

Nýr Leaf seldur á 12 mínútna fresti

Fánaberi Nissan Intelligent Mobility-stefnunnar er að sjálfsögðu Nissan Leaf sem selst hefur í yfir 300 þúsund eintökum frá því að hann kom á markað fyrir bráðum átta árum. Samtals hefur bílunum verið ekið yfir fjóra milljarða kílómetra, Með nýjustu kynslóðinni hefst nýr kafli í sögu Leaf, þessum mest selda rafmagnsbíl heims. Alls hafa yfir átján þúsund Evrópubúar fest kaup á nýjum Leaf, þar af 13 þúsund sem lögðu inn pöntun áður en formleg sala hófst. Sögulega er um að ræða mestu eftirspurn sem nokkru sinni hefur skapast eftir kaupum á rafbíl í Evrópu, en Leaf selst nú að jafnaði á 12 mínútna fresti í álfunni. Nýr Leaf hefur þegar verið verðlaunaður sem „Besta nýsköpunin“ sem Tækniþróunarsamtök neytenda í Bandaríkjunum (Consumer Technology Association - CES) veittu. 

Rafmótor og öflugri rafhlaða

Samkvæmt svokallaðri M.O.V.E.-áætlun Nissan til 2022 verður sú reynsla og þekking sem Nissan hefur aflað sér með þróun og sölu Leaf innleidd yfir á aðrar bílgerðir. Þannig verða t.d. næstu kynslóðir vinsælustu sportjeppanna einnig boðnir með rafknúnum orkugjafa, svo sem Qashqai, X-Trail og Juke, í samræmi við vaxandi óskir neytenda um val á fleiri mismunandi og umhverfisvænni orkugjöfum. Ýmsar þessara nýjunga verða einnig í litlum og meðalstórum sendibílum Nissan í tengiltvinnútgáfu sem nú þegar eru komnir með 60% langdrægari rafhlöðu. 

ProPILOT

Segja má að breytingarnar séu nú þegar að hefja innreið sína á Evrópumarkaði en síðla marsmánaðar hefst sala á Qashqai með ökuaðstoðarkerfinu ProPilot sem hjálpar við stýringu og stjórnun hröðunar og hemlunar við mismunandi aðstæður. Tækni ProPILOT verður einnig í nýjum Leaf sem fer í sölu í apríl. Tæknin er til þess fallin að auka öryggi í umferðinni og draga úr streitu ökumanns í bæði þungri og hægfara umferð, en ekki síður í langkeyrslu þar sem hlutirnir geta gerst hratt þegar eitthvað óvænt kemur upp á.

Horfðu á kynningu Nissan í Genf

 

Sjá fleiri fréttir