X

Range Rover SV Coupe í Genf
Range Rover SV Coupe í Genf
Range Rover SV Coupe í Genf
Range Rover SV Coupe í Genf
Range Rover SV Coupe í Genf
Range Rover SV Coupe í Genf
Range Rover SV Coupe í Genf
Range Rover SV Coupe í Genf
Range Rover SV Coupe í Genf

Range Rover SV Coupe í Genf

9

.

March
2018
/
LAND ROVER

Á bílasýningunni í Genf sem nú stendur yfir hefur Jaguar Land Rover m.a. svipt hulunni af nýjum og stórglæsilegum tveggja dyra Range Rover SV Coupe sem hefur mjög sterka tilvísun til fyrsta Range Rover jeppans sem einnig var tveggja dyra. Fyrir um hálfri öld kynnti Land Rover fyrsta alvöru lúxusjeppann á markaðnum. Hann fékk heitið Range Rover og var í senn alvöru jeppi til erfiðisnota á sama tíma og hann var einstaklega þægilegur, vel búinn og með mjög skemmtilega aksturseiginleika.

Sá eini

Range Rover SV Coupe er tilþrifamikil viðbót við aðrar gerðir Range Rover, en nýi bíllinn er jafnframt sá eini á markaðnum í sínum stærðarflokki sem er tveggja dyra coupe. Hann er sérlega vel búinn að hætti Range Rover þar sem einstakt handbragðið blasir hvarvetna við, ekki síst í farþegarýminu, og verður bíllinn einungis framleiddur í takmörkuðu upplagi á afmælisárinu.

Fleiri stjörnur á sviðinu

Auk Range Rover SV Coupe sýnir Jaguar Land Rover sinn fyrsta 100% rafknúna og fjórhjóladrifna fjölskyldubíl í Genf, Jaguar I-Pace sem fór á markað þann 1. mars, auk eintaks af Jaguar XJ6 Series III frá 1984 sem gerður hefur verið upp hjá Jaguar í samstarfi við trommuleikara Iron Maiden, forfallinn aðdáanda Jaguar. 

Goðsagnir í 70 ár

Jaguar Land Rover fagnar á þessu ári 70 ára afmæli sínu með margvíslegum hætti á árinu. Frumsýning og takmarkað framleiðsluupplag á Range Rover SV Coupe er einn liður í afmælisviðburðum ársins, en fyrirtækið hefur þegar kynnt takmarkaða nýframleiðslu á tveimur öðrum goðsögnum; annars vegar sérstaka útgáfu á 400 hestafla Land Rover Defender og hins vegar hinum goðsagnakennda Le Mans-kappakstursbíl, Jaguar D-Type.

Sjáðu meira

Nánari upplýsingar um bíla Jaguar Land Rover í Genf eru HÉR.

 

Sjá fleiri fréttir