X

Subaru Forester kominn yfir eina milljón kílómetra
Subaru Forester kominn yfir eina milljón kílómetra
Subaru Forester kominn yfir eina milljón kílómetra
Subaru Forester kominn yfir eina milljón kílómetra
Subaru Forester kominn yfir eina milljón kílómetra
Subaru Forester kominn yfir eina milljón kílómetra
Subaru Forester kominn yfir eina milljón kílómetra
Subaru Forester kominn yfir eina milljón kílómetra
Subaru Forester kominn yfir eina milljón kílómetra

Subaru Forester kominn yfir eina milljón kílómetra

14

.

November
2018
/
SUBARU

Jerner Jung, sem býr í bænum Zaventem í Slóveníu, hefur ekið bíl sínum, Subaru Forester árgerð 1998, eina milljón kílómetra. Þeim áfanga náði hann fyrr í þessum mánuði þegar hann heimsótti heimaborg sína, Ljubljana. Kílómetrastaðan á mælinum jafngildir því að bílnum hafi verið ekið 25 hringi um jörðina.

Hélt að enginn myndi trúa mér

„Ég var alltaf að horfa á mælinn og var viðbúinn að taka mynd þegar talan 999.999 kæmi upp og áður en hún dytti á 0 aftur. Ég vildi taka myndina því ég var viss um að annars myndi enginn trúa mér. En það mætti halda að þá hafi mælirinn fengið nóg því hann stöðvaðist á 999.999 km í stað þess að byrja uppá nýtt með tölunni 0,“ sagði Jerner í samtali við umboðsaðila Subaru í Slóveníu.

Ekki klikkað í 20 ár

Jerner keypti bílinn nýjan fyrir tuttugu árum og segir hann bílinn aldrei hafa klikkað þrátt fyrir fjölbreytt veðurfar og misjafna vegi. „Ég hef alla tíð passað upp á reglulegt viðhald og fyrirbyggjandi aðgerðir til að halda bílnum í sem bestu ásigkomulagi,“ segir Jerner, enda lítur bíllinn enn mjög vel út þrátt fyrir daglega notkun í tvo áratugi. Auk gamla bílsins á Jerner nýrri Forester sem búið er að aka 150 þúsund kílómetra.

Subaru þekktur fyrir þrautsegju

Bílar Subaru eru þekktir um allan heim fyrir góða endingu og eru 97% Subaru á Evrópumarkaði sem framleiddir hafa verið síðastliðin tíu ár enn í umferð. Subaru er einn helsti framleiðandi heims á jepplingum því upp úr 1970 kynnti fyrirtækið Subaru AWD station, sem heimsbyggðin hreifst af vegna góðs farangursrýmis, fjórhjóladrifsins og síns sérkennilega vélarhljóðs sem litla boxervélin framkallaði. Þá vissu afar fáir nokkuð um vélartegundina en Subaru hefur alla tíð haldið tryggð sína við Boxer enda hefur hún í för með sér lægri þyngdarpunkt en hefðbundar vélar. Lágur þyngdarpunktur skapar um leið einstaka aksturseiginleika sem eru annað helsta megineinkenni Subaru auk ódrepandi seiglu.

Subaru með EyeSight

Subaru kynnti Forester fyrst árið 1997 og ákvað Jerner fljótlega að fá sér einn slíkan enda hreifst hann af góðu rými, hárri sætisstöðu og víðsýnu útsýni sem Forester veitir ökumanni og farþegum. Núverandi fjórða kynslóð Forester hefur hlotið fjölda viðurkenninga, ekki síst fyrir góðan öryggisbúnað og tækni, en bíllinn er m.a. búinn nýjustu útgáfu hins rómaða öryggiskerfis, EyeSight, sem rakað hefur til sín verðlaunum um allan heim. Alls hafa 3,7 milljónir Forester verið framleiddar fyrir markaði heims, þar af um 330 þúsund eintök fyrir Evrópubúa.

5. kynslóð Forester 2019

Á árinu 2019 kynnir BL 5. kynslóð Forester.

Sjáðu viðtal við Jerner Jung

Sjá fleiri fréttir