X

Subaru nýtur mesta traustsins vestanhafs 5. árið í röð
Subaru nýtur mesta traustsins vestanhafs 5. árið í röð
Subaru nýtur mesta traustsins vestanhafs 5. árið í röð
Subaru nýtur mesta traustsins vestanhafs 5. árið í röð
Subaru nýtur mesta traustsins vestanhafs 5. árið í röð
Subaru nýtur mesta traustsins vestanhafs 5. árið í röð
Subaru nýtur mesta traustsins vestanhafs 5. árið í röð
Subaru nýtur mesta traustsins vestanhafs 5. árið í röð
Subaru nýtur mesta traustsins vestanhafs 5. árið í röð

Subaru nýtur mesta traustsins vestanhafs 5. árið í röð

9

.

May
2019
/
SUBARU

Subaru í Bandaríkjunum hlaut í fyrri viku verðlaun Kelley Blue Book‘s sem sá bílaframleiðandi sem njóti mesta traustsins á markaði Norður-Ameríku (the Most Trusted Brand 2019). Þetta er fimmta árið í röð sem Subaru hlýtur verðlaunin vestanhafs. Kelley Blue Book er einn helsti neytendavefurinn á bílamarkaði Norður-Ameríku og mjög virtur á sínu sviði vegna mikillar aðstoðar og upplýsinga sem bílkaupendur njóta þar. Vefurinn birtir m.a. árlega skýrslu (Kelley Blue Book Brand Image Awards) um bílamarkaðinn, einstaka framleiðendur og bílgerðir þeirra, bæði nýja og notaða, þar sem m.a. er litið til bilanatíðni og öryggis.

Subaru á heimavelli

Subaru er einstaklega sterkt merki í bæði Bandaríkjunum og Kanada þar sem um 70% allrar framleiðslu Subaru eru seld. Ástæður þess hve vinsælir bílarnir eru á markaðnum þar má meðal annars þakka fjórhjóladrifinu, lágri bilanatíðni og miklum aksturseiginleikum, kostum sem geta skipt miklu máli fyrir fjölskyldur í aðstæðum þar sem skiptast á sólrík sumur og kaldir og þungfærir vetur, ekki síst í dreifbýli. Þá er Subaru á heimavelli.

Áhersla á traust

Sem dæmi má nefna að Subaru er eini bílaframleiðandinn í Norður-Ameríku um þessar mundir sem býður fólksbíl í sedan-útfærslu með fjórhjóladrifi, bílgerð sem stór hópur neytenda kýs umfram jeppling. Það er ein af ástæðum tryggðar neytenda á markaðnum við merkið að mati dómnefndar Kelley Blue Book sem segir Subaru leggja gríðarlega áherslu og mikla vinnu í að ávinna sér og njóta traust meðal viðskiptavina sinna. Segir dómnefndin að á því sviði hafi merkið skilað einstökum árangri á liðnu ári (outstanding achievements), sérstaklega á meðal ungra bílkaupenda.

Áreiðanleiki skiptir höfuðmáli

Í niðurstöðunni segir m.a að stöðugleiki sé lykillinn að því að byggja upp traust og ef það sé eitthvað sem ekki hefur breyst hjá Subaru þá sé það skuldbinding Subaru við gæði bíla sinna sem geisla af áreiðanleika. Thomas J. Doll, forstjóri Subaru í Bandaríkjunum, var að vonum ánægður þegar úrslitin voru tilkynnt. „Okkar helsta markmið er að framleiða örugga og áreiðanlega bíla sem bæði endast vel og gefa okkur tækifæri til að eiga og styrkja gott samband við eigendur bíla frá okkur í gegnum virðisvefinn Subaru Love Promise,“ segir Doll í tilkynningu frá fyrirtækinu.

Um skýrsluna

Skýrsla KBB, 2019 Brand Image Awards, byggist á rannsókn sem KBB framkvæmir árlega og ber heitið „Kelley Blue Book Strategic Insights’ Brand Watch™ study“. Í skýrslunni liggja til grundvallar rúmlega tólf þúsund kaup á nýjum bílum sem fara fram í gegnum vefinn. Rannsóknin byggist m.a. á fjölmörgum atriðum sem kaupendur leggja áherslu á áður en þeir ganga frá kaupunum.

Sjá fleiri fréttir