X

Það glittir í nýjan Santa Fe
Það glittir í nýjan Santa Fe
Það glittir í nýjan Santa Fe
Það glittir í nýjan Santa Fe
Það glittir í nýjan Santa Fe
Það glittir í nýjan Santa Fe
Það glittir í nýjan Santa Fe
Það glittir í nýjan Santa Fe
Það glittir í nýjan Santa Fe

Það glittir í nýjan Santa Fe

26

.

January
2018
/
HYUNDAI

Hyundai hefur birt fyrstu ljósmyndina sem gefur til kynna hvernig fjórða kynslóð Santa Fe kemur til með að líta út. Af henni má draga þá ályktun að Hyundai hyggst varðveita vel sterka arfleifð þessa rúmgóða og öfluga sportjeppa sem kom fyrst á markað árið 2001. 

Flaggskip sportjeppanna

Santa Fe hefur frá upphafi gegnt mikilvægu hlutverki við þróun Hyundai á öðrum og mismunandi gerðum sportjeppa hjá fyrirtækinu, m.a. Tucson og Kona. Santa Fe er engu að síður flaggskipið í sínum flokki, enda stærstur og með allt að 2,5 tonna dráttargetu. Í febrúar hyggst Hyundai kynna ýmsar mikilvægar staðreyndir um nýjan Santa Fe, áður en bílasýningin í Genf hefst sem verður í byrjun mars.

Allar helstu tækninýjungarnar

Fjórða kynslóð Santa Fe verður búin öllum helstu tækninýjungum Hyundai og þá ekki síst gagnvirka öryggisbúnaðnum sem aðstoðar ökumanninn við akstur í umferðinni. Meðal nýjunga sem koma með nýjum Santa Fe má nefna aukna vöktun á umferð gangandi fólks eða bíla fyrir aftan bílinn og stöðvar kerfið bílinn sjálfkrafa þegar bílnum er bakkað sé hætta á ákeyrslu.

Fjórða kynslóð kemur 2019

Fjórða kynslóð Santa Fe fer á almennan markað upp úr næstu áramótum. Myndbandið hér fyrir neðan sýnir núverandi Santa Fe sem er afar vel búinn, öflugur og vinsæll á öllum helstu mörkuðum heims.

 

Sjá fleiri fréttir