X

Umtalsverður vöxtur í sölu nýrra bíla á árinu
Umtalsverður vöxtur í sölu nýrra bíla á árinu
Umtalsverður vöxtur í sölu nýrra bíla á árinu
Umtalsverður vöxtur í sölu nýrra bíla á árinu
Umtalsverður vöxtur í sölu nýrra bíla á árinu
Umtalsverður vöxtur í sölu nýrra bíla á árinu
Umtalsverður vöxtur í sölu nýrra bíla á árinu
Umtalsverður vöxtur í sölu nýrra bíla á árinu
Umtalsverður vöxtur í sölu nýrra bíla á árinu

Umtalsverður vöxtur í sölu nýrra bíla á árinu

6

.

October
2017
/
BL Fréttir

Miðað við þá þróun sem verið hefur í fólks- og sendibílasölu hjá BL á árinu má allt eins gera ráð fyrir að sex þúsundasti nýi bíllinn frá fyrirtækinu verði skráður á götuna um næstu mánaðamót eða byrjun nóvember. Jafnframt er ekki loku fyrir það skotið að í árslok verði í kringum 6.500 nýir fólks- og sendibílar af merkjum BL komnir í umferðina, en það eru fleiri nýskráningar en voru á markaðnum í heild árið 2011. 

Markaðurinn upp um 15%

Fyrstu níu mánuði ársins voru voru alls 19.824 nýir fólks- og sendibílar skráðir á götuna samkvæmt skráningartölum Samgöngustofu, þar af 1.363 í september. Hefur markaðurinn í heild vaxið um 15% það sem af er árinu miðað við fyrstu níu mánuði síðasta árs. Af heildarskráningum septembermánaðar voru 335 bílar af tegundum sem BL er með umboð fyrir. 

Aukning BL 24%

Alls voru 5.596 nýir fólks- og sendibílar af tegundum frá BL skráðir fyrstu níu mánuðina, 24% fleiri en á sama tímabili 2016. Í september var markaðshlutdeild BL 25% og það sem af er ári er hlutdeildin rúm 28%. Söluhæsti bíllinn hjá BL í september var Nissan þar sem Qashqai var söluhæsta einstaka gerðin. 

Samdráttur bílaleiga 2%

Af þeim fólks- og sendibílum sem nýskráðir voru í september fóru 77 til bílaleiganna sem alls hafa látið skrá 8.083 nýja bíla á árinu, tveimur prósentum færri en fyrstu níu mánuði síðasta árs.

Söluþróun umboðanna það sem af er þessu ári samanborið við fyrra ár.
Söluþróun umboðanna á einstaklings- og fyrirtækjamarkaði án bílaleiga það sem af er ári.
Sala umboðanna í nýliðnum september borið saman við sama mánuð 2016.

Sjá fleiri fréttir