X

Vaxandi eftirspurn eftir rafbílum Nissan
Vaxandi eftirspurn eftir rafbílum Nissan
Vaxandi eftirspurn eftir rafbílum Nissan
Vaxandi eftirspurn eftir rafbílum Nissan
Vaxandi eftirspurn eftir rafbílum Nissan
Vaxandi eftirspurn eftir rafbílum Nissan
Vaxandi eftirspurn eftir rafbílum Nissan
Vaxandi eftirspurn eftir rafbílum Nissan
Vaxandi eftirspurn eftir rafbílum Nissan

Vaxandi eftirspurn eftir rafbílum Nissan

9

.

May
2018
/
NISSAN

Eftirspurn eftir rabílum frá Nissan jókst um 10% á síðasta fjárhafsári sem lauk 31. mars. Mest er ásóknin í aðra kynslóð Leaf sem kynntur var fyrr á árinu, aðallega í Japan, Bandaríkjunum og Evrópu. Eins og á meginlandingu verður almenningur hér á landi einnig vart við hina miklu eftirspurn eftir „græna bílnum“ því hjá BL bíða yfir tvö hundruð viðskiptavinir eftir að fá nýjan Leaf afhentan og hefur bílaverksmiðja Nissan í Bretlandi ekki undan að framleiða bílinn.

 

15% aukning

Að því er fram kemur í tilkynningu frá Nissan Europe á fyrirtækið von á því að eftirspurnin fari vaxandi eftir því sem líður á árið og fleiri markaðir tala við hinni nýju kynslóð Leaf sem er gjörbreyttur frá fyrri kynslóð. Meðal markaða sem hefja sölu á nýjum Leaf síðar á árinu eru Suður-Ameríka, Eyjaálfa og Asía. Á árinu 2017 keyptu 54.541 Nissan Leaf, 15% fleiri en 2016 þegar seldir voru 47.423 bílar. Frá 2010 hafa rúmlega 320 þúsund Leaf verið seldir á fimmtíu og einum markaði. Nýja kynslóðin hefur nú þegar unnið til fjölda verðlauna, m.a. fyrir háþróaðan öryggisbúnað til aukinnar verndar fyrir farþega og gangandi vegfarendur. Þá var Leaf nýlega kosinn „Grænasti bíllinn 2018“ hjá World Car Awards.

 

Fleiri gerðir fá rafmótor

Nissan Motor ætlar að stórauka framleiðslu á bílum með rafmótor, meiri ökuaðstoð og háþróaðri snjalltækni. Markmiðið er að um mitt ár 2022 verði búið að afhenda eina milljón slíkra nýrra bíla, bæði 100% rafbíla og bíla með rafmótor og annan aflgjafa. Bæði Renault og Mitsubishi munu njóta góðs af áætlun Nissan. Von er á á átta nýjum 100% rafbílum sem byggðir verða á grundvelli tækninnar í Leaf en einnig aðrir sem verða sérstaklega sniðnir að þörfum markaðanna í Kína og Japan. Þá er einnig von á aldrifnum sportjeppa í ætt við hugmyndabílinn IMx Kuro sem kynntur var í Genf í mars. Nissan gerir ráð fyrir að 40% sölunnar nýjum bílum fyrirtækisins í Japan og Evrópu verði rafdrifin árið 2022 og að hlutfallið verði komið í 50% árið 2025. Í Bandaríkjunum gerir fyrirtækið ráð fyrir að hlutfallið verði 20-25% árið 2025 en 35-40% í Kína.

 

Sjá fleiri fréttir